Örnefni í Borgarnesi

Landlínur ehf Örnefnauppdrættir

Árið 2017 kláraði Landlínur að skrá örefnin í Borgarnesi, skráð voru 101 örnefni á svæði sem nær frá Brákarey í suðri að Granastaðahól í norðri. Það var Bjarni Bachmann sem skráði upphaflega örnefnin árið 1993 í örnefnaskrá sem afhent var Örnefnastofnun til varðveislu.  Hægt er að hlaða niður örnefnauppdrættinu á pdf-formi hér  

Merkurtún

Landlínur ehf Hönnun og landslagsarkitektúr, Hugmyndarvinna

Hugmyndavinna fyrir Merkurtún, ævintýragarð fór fram í lok árs 2023. Um var að ræða samkomulag um frumhönnun fyrir Merkurtún. Þrjár stofur voru fengnar til að koma með tillögur af Merkurtúni, Landlínur var ein af þeim. Unnar voru tvær tillögur annars vegar tillögu sem nefnist Holt og hæðir og hins vegar Sumar og vetur.   Tillögurnar sækja innblástur í hafið, form …

Menningar- og sögueyjan Brákarey – Rammaskipulag

Landlínur ehf Hönnun og landslagsarkitektúr, Hugmyndarvinna

Hugmyndavinna fyrir Brákarey fór fram árið 2007, ekki var að ræða um samkeppni, eða var um neina dómnefnd að ræða til að meta vinnuna. Sveitarstjórn Borgarbyggðar hafði áhuga fyrir því að fá mismunandi sjónarhorn á skipulag í Brákarey frá fimm stofum, Landlínur var ein af þeim. Hugmyndarvinna um rammaskipulag í Brákarey: Megin markmið skipulagsins var að gera Brákarey að þungamiðju …

Deiliskipulag Súgandiseyjar

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir

Deiliskipulagið tekur til Súgandiseyjar, sem er skilgreind sem óbyggt svæði í Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022. Deiliskipulagssvæðið tekur til 3,5 ha svæðis, sem afmarkast af sjó á þrjá vegu og höfninni til suðurs og veitir þannig bænum skjól fyrir norðanáttinni, sem getur verið nokkuð hörð. Eyjan er í eigu sveitarfélagsins. Eyjan var tengd landi með uppfyllingu á árunum 1980-1990, þegar hafnaraðstaða var …

Deiliskipulag frístundabyggðar Kotstekksás í Munaðarnesi

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir, Frístundabyggð

Deiliskipulagi frístundabyggðar er innan frístundasvæði F62, í landi Munaðarness, skv. samþykktu Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Skipulagið er norðvestan við Hringveg (1) og í grennd við frístundabyggð Jötnagarðsáss og Litlaáss. Skipulagssvæðið tekur til 3,6 ha svæðis. Innan svæðisins eru skilgreindar fimm frístundalóðir, fjórar lóðir eru 5000 m² og ein lóð er 7000 m². Landið hallar til suðausturs, í átt að Hringvegi. Landið …

Deiliskipulag ferðaþjónustu á Gíslabæ, Hellnum

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir

Deiliskipulag þetta er gert fyrir hluta jarðarinnar Gíslabæ á Hellnum. Ferðamönnum hefur fjölgað mikið á Snæfellsnesi eftir stofnun Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. Þörf er fyrir hótelíbúðir og gistiaðstöðu á Snæfellsnesi sem geta rúmað fjölskyldur og minni hópa þar sem fleiri en tveir ferðast saman. Lýsing vegna fyrirhugaðrar aðalskipulagsbreytingar var kynnt fyrir hagsmunaaðilum og umsagnaraðilum. Vegna athugasemda hagsmunaaðila er í tillögu að breytingu …

Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Urriðaár

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir, Frístundabyggð

Deiliskipulag frístundabyggðar er innan frístundabyggðasvæðis F11, í landi Urriðaár, skv. breyttu Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, sem samþykkt var samhliða þessu deiliskipulagi. Skipulagið er norðaustan við Snæfellsnesveg (54), skipulagssvæðið tekur til 9,4 ha svæðis. Innan svæðisins eru skilgreindar 15 frístundalóðir. Lóðarstærðir eru á bilinu 3777-6875 m². Skipulagssvæðið afmarkast af jörðinni Valshamri í norðri, í austri af mýrardragi, í vestri af skurði og …

Deiliskipulag frístundabyggðar Jötnagarðsáss í Munaðarnesi

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir, Frístundabyggð

Deiliskipulag frístundabyggðar Jötnagarðsáss 9, 11 og 30-40 er innan frístundabyggðarsvæðis F62, í landi Munaðarness, skv. samþykktu Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Skipulagið er vestan við Hringveg (1) og í grennd við Deiliskipulag frístundabyggðar Jötnagarðsáss 60-63 og Litla Áss. Skipulagssvæðið tekur til 8,72 ha svæðis. Innan svæðisins eru skilgreindar 13 frístundalóðir og eru þær á bilinu 4000 m² til 7919 m² að stærð. …

Deiliskipulag frístundahúsa fyrir ferðamenn í landi Steðja

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir, Frístundabyggð

Deiliskipulagið í landi Steðja er innan landbúnaðarlands, skv. samþykktu Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Tillaga deiliskipulags í landi Steðja tekur til 3970 m² svæðis. Innan svæðisins er skilgreind einn lóð með fjórum frístundahúsum, sem verða leigð til ferðamanna. Lóðin afmarkast í suðri, austri og norðri af skjólbelti og í vestri af veginum Steðja (5160). Á aðliggjandi landi eru engar deiliskipulagsáætlanir í gildi. …

Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Efra-Apavatns, Rollutangi

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir, Frístundabyggð

Deiliskipulagssvæðið við Efra-Apavatn í Bláskógabyggð tekur til 8,1 ha svæðis. Landið hallar til austurs, niður að Apavatni og er að mestu leyti ósnortið land. Skipulagssvæðið afmarkast af vegi á móti vestri, af Apavatni á móti suðri og austri og af frístundalóð Efra-Apavatns 1 (lnr. 167654) á móti norðri. Innan skipulagssvæðisins eru skilgreindar 12 lóðir, 11 lóðir fyrir frístundahús og ein …

Leikskólinn Hnoðraból á Kleppjárnsreykjum

Landlínur ehf Hönnun og landslagsarkitektúr

Leikskólinn Hnoðraból á Kleppjárnsreykjum, var upphaflega stofnaður af áhugasömum foreldrum í sveitinni árið 1982 og var þá á milli húsnæðis þar til Reykholtsdalshreppur tók við rekstri leikskólans og keypti hann hús á Grímsstöðum undir leikskólastarfsemina, skólinn var til húsa þar frá 1991 til byrjun árs 2021, í byrjun árs 2021 fór fram formleg opnun leikskólans í nýju húsnæði á Kleppjárnsreykjum. …

Áningarstaður við Vatnaleið á Snæfellsnesi

Landlínur ehf Hönnun og landslagsarkitektúr

Vegur um Vatnaleið var opnaður árið 2001 og kom í stað vegar um Kerlingarskarð. Vegurinn var mikil samgöngubót fyrir íbúa Stykkishólmsbæjar, Grundarfjarðar og Helgafellssveitar. Við lagningu vegarins kom í ljós mjög fallegt og mikið stuðlaberg. Rétt norðan við þann stað var ákveðið að byggja áningarstað, enda útsýnið þar einstakt til norðurs, yfir Breiðafjörðinn, Berserkjahraun og Selvallavatn. Við efnisval var því …

Hótel Hamar í Borgarnesi

Landlínur ehf Hönnun og landslagsarkitektúr

Icelandair hótel Hamar er staðsett á Vesturlandi við golfvöllinn Hamar, rétt utan við Borgarnes. Hótelið er vel staðsett í einungis klukkustundar akstursfjarlægð frá höfuðborginni. Á hótelinu ríkir friðsæld og kyrrð sem gerir hótelið að fullkomnum stað til að slaka á og endurnærast, með faglega þjónustu og öll þægindi innan handar. Landlínur voru fengin að hanna nærumhverfi hótel herbergjanna, hvert herbergi …

Hverfisskipulag Háaleiti – Bústaðir

Landlínur ehf Hverfisskipulag, Íbúðarsvæði

Landlínur, Hornsteinar arkitektar og Urban voru fengin til að vinna hverfisskipulag fyrir borgarhluta 5 Háaleiti – Bústaðir  fyrir Reykjarvíkurborg. Hverfisskipulag fyrir Háaleiti- Bústaði er hluti af áætlun í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 -2030 um að vinna hverfisskipulag fyrir öll gróin hverfi í Reykjavík. Helstu markmið hverfisskipulagsins er að stuðla að sjálfbærum, vistvænum og heilsueflandi lausnum, sameina ólíkar deiliskipulagsáætlanir í hverfunum í …

Deiliskipulag íbúðarsvæðis, Flatahverfi á Hvanneyri

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir, Íbúðarsvæði

Um er að ræða deiliskipulag fyrir íbúasvæði og leikskóla. Íbúasvæðið er ætlað fyrir einbýlis-, fjölbýlis-, rað- og parhús. Samkvæmt Ask. Borgarbyggðar er íbúðarsvæðið á Í4: Skólaflöt, Í5: Hrafnaflöt, Lóuflöt, Þrastarflöt, Rjúpuflöt og Ugluflöt,Í8: Arnarflöt. Leikskólinn er samkvæmt Ask. Borgarbyggðar á reit Þ6 sem er við Arnarflöt.  Á svæði Í4 eru nemendagarðar ætlaðir fyrir nemendur í Landbúnaðarháskóla Íslands, hluti af því …

Deiliskipulag athafnasvæðis

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir

Um er að ræða deiliskipulag fyrir athafnasvæði nyrst og austast í útjaðri þéttbýlis á Hvanneyri í Borgarbyggð. Skipulagssvæðið afmarkast af beitilandi prestsetursins Staðarhóls til vesturs, Melabraut til norðurs, Grímarsstaðavegi (nr. 5317) til austurs og beitilandi landbúnaðarháskólans til suðurs. Skipulagssvæðið er 5,8 hektarar. Aðkoma er frá Melabraut sem tengist þéttbýli Hvanneyrar til vesturs og Grímarsstaðavegi til austurs. Forsendur skipulagsins: Hvanneyri er …

Deiliskipulag garðyrkjubýlis í Narfastaðalandi 4 no. 2A

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir, Íbúðarsvæði

Um er að ræða deiliskipulag fyrir Narfastaðaland 4 no. 2A (landnr. L203958) í Hvalfjarðarsveit, um er að ræða deiliskipulag fyrir garðyrkjubýli, þ.e. íbúðarhús, geymslu og gróðurhús. Landið er 28,3 ha en deiliskipulagið nær aðeins til hluta þess, þ.e. 6063 m² svæðis nyrst í landinu. Árið 2005 var farið í landskipti á jörðinni Narfastöðum, jörðinni var skipt upp í 38 landspildur …

Deiliskipulag frístundabyggðar, svæði 5, lóðir nr. 58-61

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir, Frístundabyggð

Skipulagssvæðið er innan frístundabyggðarreits A, í landi Dagverðarness, skv. samþykktu Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022. Um er að ræða 2,7 ha innan svæðis nr. 5. Landið hallar til suðurs, í átt að Skorradalsvatni og er að mestu leyti framræst mýri. Í norðri og austri afmarkast svæðið af vegi, í suðri af opnu svæði á milli svæðis 5 og 2, og í vestri …

Landnámssetrið í Borgarnesi

Landlínur ehf Hönnun og landslagsarkitektúr

Landnámssetrið er til húsa í tveimur af elstu húsum Borgarness sem tengd eru saman með glæsilegri tengibyggingu sem hönnuð er af Sigríði Sigþórsdóttur, arkitekt. Húsin eru í neðsta hluta gamla Borgarness. Landnámssetrið var opnað 13. maí 2006.  

Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Borga

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir, Frístundabyggð

Deiliskipulag er í landi Borga í Borgarbyggð, í nyrðri hluta frístundabyggðarinnar eru holtin vel gróinn kjarri með blautum mýrasundum á milli. Í syðri hluta byggðarinnar höfðu holtin orðið fyrir töluverðum áhrifum sauðfjárbeitar. Skipulagssvæðið afmarkast af Hringvegi 1 að sunnan, Gljúfurá að vestan, Litluskógum og Munaðarnesi að norðaustan. Aðkoma að frístundabyggðinni er frá Hringvegi 1. Stofnbraut byggðarinnar heitir Ásabraut og götunöfn …

Indriðastaðahlíð á Indriðastöðum í Skorradal

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir, Frístundabyggð

Deiliskipulagið tekur til 34,4 ha úr landi Indriðastaða í Skorradalshreppi. Jörðin liggur að Hvalfjarðarsveit í suðri, jörðunum Mófellsstöðum og Mófellsstaðakoti í vestri, Andakílsá og Skorradalsvatni í norðri og jörðinni Litlu-Drageyri í austri. Skipulagsmarkmið: Haft var að leiðaljósi við hönnun svæðisins að landnýting sé eins hagkvæm og kostur er, mannvirki falli sem best að umhverfi og gæta hagsmuna barna og fólks …

Deiliskipulag golfvallar í landi Indriðastaða

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir

Deiliskipulagið tekur til 27.4 ha úr landi Indriðastaða í Skorradalshreppi. Aðkoma að skipulagssvæðinu/golfvellinum er frá sama vegi og að bænum Indriðastöðum. Golfvöllurinn stendur í 70-100mys. Það land sem ætlað er undir golfvöllinn er ýmist gamalgróin tún, eldri tún að nokkru farin í órækt, óræktað lækjargil og óræktaðir melar. Þannig eru brautir 1-3 að mestu leyti á grónum túnum, holuflaut 3. …

Deiliskipulag á Bleikulágarás í landi Indriðastaða

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir, Frístundabyggð

Deiliskipulag þetta er í landi Indriðastaða, á Bleikulágarás, í Skorradal. Skipulagssvæðið afmarkast af eldri frístundabyggð að norðan og hluta til að austan, Djúpalæk að austan, Stráksmýri að sunnan og Hrísás að vestan. Land frístundabyggðarinnar er að mestu gróið kjarrlendi með litlum mýrarflákum á milli. Árið 1988 var landið ræst fram þar sem það var blautast. Eftir þá framkvæmd hefur trjágróður …

Stráksmýri í landi Indriðastaða

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir, Frístundabyggð

Deiliskipulag tekur til svæðis fyrir frístundabyggð í landi Indriðastaða í Skorradalshreppi. Svæðið nefnist Stráksmýri og innan þess eru 22 frístundalóðir, auk útivistarsvæðis og lands fyrir vegstæði. Stærð skipulagssvæðis er 8 ha. Stráksmýri, sem staðsett er sunnan Dragavegs, liggur á milli Bleikulágar sem er vestan skipulagssvæðis og Djúpalækjar sem er austan þess. Landið, sem hallar mót norðri, er að mestu leyti …

Deiliskipulag við Skálalæk í landi Indriðastaða

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir, Frístundabyggð

Deiliskipulagið tekur til 43 ha úr landi Indriðastaða í Skorradalshreppi. Indriðastaðir liggja við vesturenda Skorradalsvatns, sunnanmegin í Skorradal. Jörðin liggur að Hvalfjarðarsveit í suðri, jörðunum Mófellsstöðum og Mófellsstaðakoti í vestri, Andakílsá og Skorradalsvatni í norðri og jörðinni Litlu-Drageyri í austri. Jörðin Indriðastaðir nær hæst í 800 m y.s. og hallar að mestu móti norðri. Frístundabyggðin stendur í 63m – 150 …

Deiliskipulag Áshverfis í landi Stóra-Áss

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir, Frístundabyggð

Deiliskipulagið tekur til 52,8 ha svæðis í landi Stóra-Áss í Borgarbyggð. Stóri-Ás er í Hálsasveit rétt vestan Húsafells. Stóri-Ás liggur að jörðunum Hraunsási í austri, Augastöðum og Giljum í suðri, Kollslæk og Sigmundarstöðum í vestri, Kirkjubóli, Bjarnastöðum og Gilsbakka í norðri, þær jarðir eru norðan Hvítár í Mýrasýslu. Aðkoma að Stóra-Ási er um Hálsasveitarveg nr. 518, eða Reykholtsdalsveg nr. 519. …

Frístundabyggð í landi Galtarholts 2 í Borgarbyggð

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir, Frístundabyggð

Deiliskipulag er í landi Galtarholts 2 í Borgarbyggð og nær skipulagssvæðið yfir 276,5 ha. Skipulagssvæðið afmarkast af Hringvegi 1 og Galtarholti 1 að suðaustan, Laxholti að vestan og norðan og Litlu Gröf að norðan /norðaustan. Í austasta hluta frístundabyggðarinnar, næst Hringvegi 1, er kjarri vaxin hlíð en þegar norðar dregur skiptast á blaut mýrarsund og nokkuð gróin holt/melar. Holtin hafa …

Leikskólinn Ugluklettur í Borgarnesi

Landlínur ehf Hönnun og landslagsarkitektúr

Leikskólinn Ugluklettur, sem stendur við Ugluklett í Borgarnesi, tók til starfa haustið 2007. Í leikskólanum eru um það bil 65 börn á þremur deildum og stendur skólinn í útjaðri bæjarins þar sem villtur gróður og náttúran eru við garðhliðið. Nöfnin á rýmum leikskólans eru sótt í örnefni héraðsins, til að mynda heita deildirnar eftir fjöllunum Skessuhorni, Baulu og Grábrók. Önnur …

Vegagerðin í Borgarnesi

Landlínur ehf Hönnun og landslagsarkitektúr

Landlínur voru fengin til þess að hanna lóð Vegagerðarinnar í Borgarnesi. Mikill hæðarmismunur var milli lóðar og vegar, verkefnið fól í sér meðal annars að leysa þann vanda.  

Virkjanir – Deiliskipulagsáætlanir

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir

Þverárvirkjun í Önundarfirði. Deiliskipulag tekur til litla vatnsaflsvirkjun við Þverá í Breiðadal í Önundarfirði, í sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ. Virkja á ánna Þverá sem á upptök sín innst í Þverdal. Dalurinn liggur innarlega í norðanverðum Önundarfirði. Þverá rennur eftir miðjum dalnum og myndar hún jafnframt landamerki jarðanna Neðri-Breiðadals og Fremri-Breiðadals. Þverá er dragá og er vatnasvið hennar um 430 ha. Lengd árinnar, …

Jarðvegsmanir og gróðurskipulag á Grundartanga

Landlínur ehf Hönnun og landslagsarkitektúr

Á Grundartanga eru iðnaðar- og athafnalóðir. Jarðvegsdýpt er mikil á svæðinu sem þýðir að mikill umfram massi af jarðvegi þarf að finna nýjan stað þegar lóð er undirbúin til uppbyggingar. Ákveðið var að setja upp jarðvegsmanir meðfram Hringvegi 1 til að hindra innsýn inn á svæðið. Landlínur komu að hönnun mananna. Lögð var áhersla á að lágmarka hæð mananna þannig …

Austurveggur í Akraneskirkjugarði

Landlínur ehf Hönnun og landslagsarkitektúr, Kirkjugarðar

Í 1. áfanga var tekið fyrir svæðið við lóðamörk í austur, meðfram gangstíg sem liggur milli kirkjugarðs og íbúðabyggðar í Jörundarholti, þar byggðar upp manir, gróðursett og útbúnir áningarstaðir og staðir fyrir sorp og vatnspósta. Helstu markmið fyrirliggjandi hönnunar var: að gera heilsteypt skipulag af full stækkuðum kirkjugarði. að skapa vistlegan kirkjugarð til íveru og hugleiðinga. að skapa skjól og …

Vatnsás í Stykkishólmi

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir, Íbúðarsvæði

Skipulagssvæðið er í heild 5,19 ha að stærð og er á svokölluðum Vatnsás. Svæðið afmarkast í vestri af Aðalgötu, í norðri af tjaldsvæði og þjónustusvæði fyrir ferðamenn, í austri og hluta til í suðri af golfvelli og í suðri af svokölluðu Nýræktarsvæði sem er skipulagt undir frístundabúskap. Íbúðasvæðið er 5,00 ha að stærð og ferðaþjónustubyggðin er 0,19 ha að stærð. …

Þinghúsahöfði í Stykkishólmi

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir, Íbúðarsvæði

Deiliskipulagið nær yfir 2,4 ha byggð lítilla húsa á Þinghúshöfða í Stykkishólmi. Stykkishólmur byggðist upp í kjölfar tilskipunar um vetursetu kaupmanna, en vöxtur plássins jókst verulega frá upphafi fríverslunar 1855. Aldur húsanna á deiliskipulagssvæðinu endurspeglar þessa þróun þar sem 14 hús af 26 eru byggð á tímabilinu fyrir 1918. Þinghúshöfðinn hefur varðveislugildi sem heild vegna menningar- og búsetuminja. Hann gefur …

Raðhólar í landi Arnarstapa

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir, Frístundabyggð

Deiliskipulag frístundabyggðar, Raðhólar í landi Arnarstapa er á Mýrum í Borgarbyggð. Það er 55,6 ha að stærð og svæðið einkennist af háum klettaborgum með mýrardrögum á milli. Það eru 37 lóðir innan skipulagsvæðisins og eru þær á billinu 0,57-2,30 ha að stærð. Aðkoma er frá þjóðvegi 52, Snæfellsnesveg. Tveir stofnvegir liggja um svæðið, alls 1375 m. Vegur liggur um þjónustusvæði …

Deiliskipulag í Niðurskógi í landi Húsafells III

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir, Frístundabyggð

Deiliskipulagið er í landi Húsafells III í Borgarfjarðarsveit í Borgarbyggð. Skipulagssvæðið er staðsett við norðurmörk jarðarinnar, rétt sunnan Hvítár. Aðkoma að svæðinu er um þjóðveg nr. 518, Hálsasveitarveg, ýmist úr vestri eða norðaustri. Markmið var að frístundabyggð falli sem best að umhverfi og að hún valdi sem minnstri röskun á náttúrunni. Leitast var við að frístundahús, vega- og bifreiðarstæði séu …

Deiliskipulag verslunar og þjónustusvæðis á Húsafelli

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir

Húsafell og nágrenni þess er ákjósanlegur staður fyrir frekari uppbyggingu á ferðaþjónustu, sérstaklega með tilliti til nálægðar við náttúrufyrirbrigði sem ferðamenn sækjast í. Í farvatninu voru verkefni á borð við Ísgöng í Langjökli (SAGA Geopark), ásamt ýmsum afþreyingarverkefnum á vegum einstaklinga á svæðinu í kring. Gert var ráð fyrir töluverðri aukningu á erlendum ferðamönnum á svæðinu með tilkomu ísganga í …

Súgandisey við Stykkishólm

Landlínur ehf Hönnun og landslagsarkitektúr

Súgandisey er ein af náttúruperlum Breiðarfjarðar og var upphaflega eyja rétt utan við Stykkishólm. Var hún á sínum tíma tengd landi með uppfyllingu þegar ný hafnaraðstaða var útbúin fyrir Breiðarfjarðarferju. Við þessar breytingu varð eyjan eftirsóknarverður staður fyrir heimamenn og gesti bæjarins til göngu- og skipunarferða. Vinsælt er að ganga uppá eyjuna sem er rík af fuglalífi og býr yfir …

Englendingavík í Borgarnesi

Landlínur Hönnun og landslagsarkitektúr

Menningar- og listamiðstöðin Brúðuheimar var opnuð í Englendingavík í Borgarnesi árið 2010. Það voru þau Bernd Ogrodnik, leikbrúðumeistari og eiginkona hans, Hildur Jónsdóttir, sem fóru af stað með verkefnið. Starfsemin með veitinga- og sýningarhaldi var í þremur friðuðum húsum, sem voru gerð upp í því sem næst upprunalegri mynd. Staðurinn er við Englendingavík og þaðan er fallegt útsýni yfir á …