Deiliskipulag er í landi Galtarholts 2 í Borgarbyggð og nær skipulagssvæðið yfir 276,5 ha. Skipulagssvæðið afmarkast af Hringvegi 1 og Galtarholti 1 að suðaustan, Laxholti að vestan og norðan og Litlu Gröf að norðan /norðaustan.
Í austasta hluta frístundabyggðarinnar, næst Hringvegi 1, er kjarri vaxin hlíð en þegar norðar dregur skiptast á blaut mýrarsund og nokkuð gróin holt/melar. Holtin hafa víða orðið fyrir töluverðum áhrifum sauðfjárbeitar. Á suðvesturhluta svæðisins stóð bærinn Galtarholt og eru þar 1-2 útihús en íbúðarhúsið hefur verið fjarlægt. Umhverfis bæjarstæði Galtarholts 2 eru grasi vaxin tún ca. 21,7 ha. sem nýtt hafa verið til hefðbundins landbúnaðar.
Markmið deiliskipulagsins var:
Að mynda frísundabyggð sem fellur vel að umhverfinu og með aðgengi að fjölbreyttri útivist, að mannvirki, lóðamörk, vegir bílastæði, göngustígar og reiðleiðir séu eins lítið áberandi og frekast er kostur. Að röskun á landi verði í lágmarki og að tryggja gott aðgengi gangandi fólks um skipulagssvæðið. Að auka ferðaþjónustu og útivistarmöguleika á svæðinu
Hér er hægt að skoða deiliskipulagið að fullu http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/display.aspx?numer=6518