Skipulagsáætlanir

AÐALSKIPULAG

Aðalskipulag er skipulagsáætlun fyrir sveitarfélag þar sem fram kemur stefna sveitarstjórnar um landnotkun og þróun byggðar í sveitarfélaginu á minnst 12 ára tímabili. Landínur hafa komið að gerð sjö aðalskipulagsáætlana, þær eru Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022, Kjósarhrepps 2005-2017, Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 og hreppanna fjögurra sem sameinuðust í Hvalfjarðarsveit árið 2006, þ.e. Hvalfjarðarstrandarhreppur, Leirár- og Melahreppur, Skilmannahreppur, og Innri-Akraneshreppur.

DEILISKIPULAG

Deiliskipulag er skipulagsáætlun fyrir tiltekna reiti innan sveitarfélags sem byggð er á aðalskipulagi og kveður nánar á um útfærslu þess. Hjá Landlínum hafa verið unnin á annað hundrað deiliskipulagsáætlana.  Verkefnin hafa verið af ýmsum toga.  Má þar nefna deiliskipulagsáætlanir fyrir íbúðabyggð, frístundabyggðasvæði, athafnasvæði, svæði fyrir verslun- og þjónustu, hesthúsabyggð, hafnarsvæði, friðlýst útivistarsvæði, golfvöll, vatnsaflsvirkjanir, flugvöll og kirkjugarða svo eitthvað sé nefnt.

HVERFISSKIPULAG

Hverfisskipulag er skipulagsáætlun fyrir þegar byggð hverfi. Í hverfisskipulagi skal leggja áherslu á almennar reglur um yfirbragð byggðarinnar auk almennra rammaskilmála. Landlínur ásamt Hornsteinum arkitektum og Urban arkitektum eru að vinna saman að hverfisskipulagsáætlun borgarhluta 5 í Reykjavík, sem er Háaleitið, Múlarnir, Kringlan, Bústaða- og Smáíbúðahverfið, Fossvogshverfið og Grófir. Þetta er umfangsmkið verkefni sem hefur staðið yfir síðan 2013 með nokkrum hléum.

BREYTING/-AR Á SAMÞYKKTRI SKIPULAGSÁÆTLUN

Landlínur annast breytingar á skipulagsáætlunum. Öðru hverju kemur til þess að breyta þarf samþykktu deiliskipulagi eða staðfestu aðalskipulagi. Ástæður þess eru margvíslegar og geta varðað textabreytingu í greinargerð, upp í breytingu á landnotkun á skipulagsuppdrætti. Breytingar á skipulagsáætlunum teljast ýmist til óverulegra eða verulegra breytinga og ræðst málsmeðferð (samráð, kynning og auglýsing) af því að hve miklu leyti tillagan sé líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stór svæði.

STOFNUN NÝRRAR LÓÐAR/NÝS LANDS

Ef landeigandi hyggst skipta landi sínu upp í fleiri fasteignir (lóðir) þarf að sækja um skráningu þeirra hjá byggingarfulltrúa þess sveitarfélags sem viðkomandi land tilheyrir. Fylla þarf út eyðublaðið „F-550 – Umsókn um stofnun fasteigna í fasteignaskrá“ og senda það ásamt hnitsettum afstöðuuppdrætti til byggingarfulltrúa sem forskráir hina nýju fasteign (hinar nýju fasteignir ef um margar lóðir er að ræða) í fasteignaskrá. Forskráningin er því næst staðfest af þinglýsingarstjóra viðkomandi sýslumannsembættis. Samskonar ferli er viðhaft þegar sameina á tvær eða fleiri fasteignir (lóðir) í eina. Landlínur hafa séð um að útbúa fyrir landeigendur hnitsetta uppdrætti sem eru nauðsynlegt fylgiskjal með umsókn um stofnun nýrra lóða (nýs land).