Deiliskipulag frístundahúsa fyrir ferðamenn í landi Steðja

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir, Frístundabyggð

Deiliskipulagið í landi Steðja er innan landbúnaðarlands, skv. samþykktu Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Tillaga deiliskipulags í landi Steðja tekur til 3970 m² svæðis. Innan svæðisins er skilgreind einn lóð með fjórum frístundahúsum, sem verða leigð til ferðamanna. Lóðin afmarkast í suðri, austri og norðri af skjólbelti og í vestri af veginum Steðja (5160). Á aðliggjandi landi eru engar deiliskipulagsáætlanir í gildi. …

Deiliskipulag frístundabyggðar Engjaás í Munaðarnesi

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir, Frístundabyggð

Skipulagssvæðið er innan frístundabyggðasvæðis F61, í landi Munaðarness, skv. samþykktu Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Deiliskipulagssvæðið er á Engjaási í landi Munaðarness og tekur til 1,8 ha svæðis. Innan svæðisins eru skilgreindar tvær frístundalóðir. Landið hallar til suðausturs, í átt að Norðurá. Aðkoma að svæðinu er um núverandi veg sem heitir Kýrholtsás, sem tengist héraðsvegi að Munaðarnesi (5294). Vegurinn Kýrholtsás er innan …

Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Efra-Apavatns, Rollutangi

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir, Frístundabyggð

Deiliskipulagssvæðið við Efra-Apavatn í Bláskógabyggð tekur til 8,1 ha svæðis. Landið hallar til austurs, niður að Apavatni og er að mestu leyti ósnortið land. Skipulagssvæðið afmarkast af vegi á móti vestri, af Apavatni á móti suðri og austri og af frístundalóð Efra-Apavatns 1 (lnr. 167654) á móti norðri. Innan skipulagssvæðisins eru skilgreindar 12 lóðir, 11 lóðir fyrir frístundahús og ein …

Deiliskipulag frístundabyggðar, svæði 5, lóðir nr. 58-61

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir, Frístundabyggð

Skipulagssvæðið er innan frístundabyggðarreits A, í landi Dagverðarness, skv. samþykktu Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022. Um er að ræða 2,7 ha innan svæðis nr. 5. Landið hallar til suðurs, í átt að Skorradalsvatni og er að mestu leyti framræst mýri. Í norðri og austri afmarkast svæðið af vegi, í suðri af opnu svæði á milli svæðis 5 og 2, og í vestri …

Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Borga

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir, Frístundabyggð

Deiliskipulag er í landi Borga í Borgarbyggð, í nyrðri hluta frístundabyggðarinnar eru holtin vel gróinn kjarri með blautum mýrasundum á milli. Í syðri hluta byggðarinnar höfðu holtin orðið fyrir töluverðum áhrifum sauðfjárbeitar. Skipulagssvæðið afmarkast af Hringvegi 1 að sunnan, Gljúfurá að vestan, Litluskógum og Munaðarnesi að norðaustan. Aðkoma að frístundabyggðinni er frá Hringvegi 1. Stofnbraut byggðarinnar heitir Ásabraut og götunöfn …

Indriðastaðahlíð á Indriðastöðum í Skorradal

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir, Frístundabyggð

Deiliskipulagið tekur til 34,4 ha úr landi Indriðastaða í Skorradalshreppi. Jörðin liggur að Hvalfjarðarsveit í suðri, jörðunum Mófellsstöðum og Mófellsstaðakoti í vestri, Andakílsá og Skorradalsvatni í norðri og jörðinni Litlu-Drageyri í austri. Skipulagsmarkmið: Haft var að leiðaljósi við hönnun svæðisins að landnýting sé eins hagkvæm og kostur er, mannvirki falli sem best að umhverfi og gæta hagsmuna barna og fólks …

Deiliskipulag á Bleikulágarás í landi Indriðastaða

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir, Frístundabyggð

Deiliskipulag þetta er í landi Indriðastaða, á Bleikulágarás, í Skorradal. Skipulagssvæðið afmarkast af eldri frístundabyggð að norðan og hluta til að austan, Djúpalæk að austan, Stráksmýri að sunnan og Hrísás að vestan. Land frístundabyggðarinnar er að mestu gróið kjarrlendi með litlum mýrarflákum á milli. Árið 1988 var landið ræst fram þar sem það var blautast. Eftir þá framkvæmd hefur trjágróður …

Stráksmýri í landi Indriðastaða

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir, Frístundabyggð

Deiliskipulag tekur til svæðis fyrir frístundabyggð í landi Indriðastaða í Skorradalshreppi. Svæðið nefnist Stráksmýri og innan þess eru 22 frístundalóðir, auk útivistarsvæðis og lands fyrir vegstæði. Stærð skipulagssvæðis er 8 ha. Stráksmýri, sem staðsett er sunnan Dragavegs, liggur á milli Bleikulágar sem er vestan skipulagssvæðis og Djúpalækjar sem er austan þess. Landið, sem hallar mót norðri, er að mestu leyti …

Deiliskipulag við Skálalæk í landi Indriðastaða

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir, Frístundabyggð

Deiliskipulagið tekur til 43 ha úr landi Indriðastaða í Skorradalshreppi. Indriðastaðir liggja við vesturenda Skorradalsvatns, sunnanmegin í Skorradal. Jörðin liggur að Hvalfjarðarsveit í suðri, jörðunum Mófellsstöðum og Mófellsstaðakoti í vestri, Andakílsá og Skorradalsvatni í norðri og jörðinni Litlu-Drageyri í austri. Jörðin Indriðastaðir nær hæst í 800 m y.s. og hallar að mestu móti norðri. Frístundabyggðin stendur í 63m – 150 …

Deiliskipulag Áshverfis í landi Stóra-Áss

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir, Frístundabyggð

Deiliskipulagið tekur til 52,8 ha svæðis í landi Stóra-Áss í Borgarbyggð. Stóri-Ás er í Hálsasveit rétt vestan Húsafells. Stóri-Ás liggur að jörðunum Hraunsási í austri, Augastöðum og Giljum í suðri, Kollslæk og Sigmundarstöðum í vestri, Kirkjubóli, Bjarnastöðum og Gilsbakka í norðri, þær jarðir eru norðan Hvítár í Mýrasýslu. Aðkoma að Stóra-Ási er um Hálsasveitarveg nr. 518, eða Reykholtsdalsveg nr. 519. …