Merkurtún

Landlínur ehf Hönnun og landslagsarkitektúr, Hugmyndarvinna

Hugmyndavinna fyrir Merkurtún, ævintýragarð fór fram í lok árs 2023. Um var að ræða samkomulag um frumhönnun fyrir Merkurtún. Þrjár stofur voru fengnar til að koma með tillögur af Merkurtúni, Landlínur var ein af þeim. Unnar voru tvær tillögur annars vegar tillögu sem nefnist Holt og hæðir og hins vegar Sumar og vetur.   Tillögurnar sækja innblástur í hafið, form …

Menningar- og sögueyjan Brákarey – Rammaskipulag

Landlínur ehf Hönnun og landslagsarkitektúr, Hugmyndarvinna

Hugmyndavinna fyrir Brákarey fór fram árið 2007, ekki var að ræða um samkeppni, eða var um neina dómnefnd að ræða til að meta vinnuna. Sveitarstjórn Borgarbyggðar hafði áhuga fyrir því að fá mismunandi sjónarhorn á skipulag í Brákarey frá fimm stofum, Landlínur var ein af þeim. Hugmyndarvinna um rammaskipulag í Brákarey: Megin markmið skipulagsins var að gera Brákarey að þungamiðju …

Leikskólinn Hnoðraból á Kleppjárnsreykjum

Landlínur ehf Hönnun og landslagsarkitektúr

Leikskólinn Hnoðraból á Kleppjárnsreykjum, var upphaflega stofnaður af áhugasömum foreldrum í sveitinni árið 1982 og var þá á milli húsnæðis þar til Reykholtsdalshreppur tók við rekstri leikskólans og keypti hann hús á Grímsstöðum undir leikskólastarfsemina, skólinn var til húsa þar frá 1991 til byrjun árs 2021, í byrjun árs 2021 fór fram formleg opnun leikskólans í nýju húsnæði á Kleppjárnsreykjum. …

Áningarstaður við Vatnaleið á Snæfellsnesi

Landlínur ehf Hönnun og landslagsarkitektúr

Vegur um Vatnaleið var opnaður árið 2001 og kom í stað vegar um Kerlingarskarð. Vegurinn var mikil samgöngubót fyrir íbúa Stykkishólmsbæjar, Grundarfjarðar og Helgafellssveitar. Við lagningu vegarins kom í ljós mjög fallegt og mikið stuðlaberg. Rétt norðan við þann stað var ákveðið að byggja áningarstað, enda útsýnið þar einstakt til norðurs, yfir Breiðafjörðinn, Berserkjahraun og Selvallavatn. Við efnisval var því …

Hótel Hamar í Borgarnesi

Landlínur ehf Hönnun og landslagsarkitektúr

Icelandair hótel Hamar er staðsett á Vesturlandi við golfvöllinn Hamar, rétt utan við Borgarnes. Hótelið er vel staðsett í einungis klukkustundar akstursfjarlægð frá höfuðborginni. Á hótelinu ríkir friðsæld og kyrrð sem gerir hótelið að fullkomnum stað til að slaka á og endurnærast, með faglega þjónustu og öll þægindi innan handar. Landlínur voru fengin að hanna nærumhverfi hótel herbergjanna, hvert herbergi …

Landnámssetrið í Borgarnesi

Landlínur ehf Hönnun og landslagsarkitektúr

Landnámssetrið er til húsa í tveimur af elstu húsum Borgarness sem tengd eru saman með glæsilegri tengibyggingu sem hönnuð er af Sigríði Sigþórsdóttur, arkitekt. Húsin eru í neðsta hluta gamla Borgarness. Landnámssetrið var opnað 13. maí 2006.  

Leikskólinn Ugluklettur í Borgarnesi

Landlínur ehf Hönnun og landslagsarkitektúr

Leikskólinn Ugluklettur, sem stendur við Ugluklett í Borgarnesi, tók til starfa haustið 2007. Í leikskólanum eru um það bil 65 börn á þremur deildum og stendur skólinn í útjaðri bæjarins þar sem villtur gróður og náttúran eru við garðhliðið. Nöfnin á rýmum leikskólans eru sótt í örnefni héraðsins, til að mynda heita deildirnar eftir fjöllunum Skessuhorni, Baulu og Grábrók. Önnur …

Vegagerðin í Borgarnesi

Landlínur ehf Hönnun og landslagsarkitektúr

Landlínur voru fengin til þess að hanna lóð Vegagerðarinnar í Borgarnesi. Mikill hæðarmismunur var milli lóðar og vegar, verkefnið fól í sér meðal annars að leysa þann vanda.  

Jarðvegsmanir og gróðurskipulag á Grundartanga

Landlínur ehf Hönnun og landslagsarkitektúr

Á Grundartanga eru iðnaðar- og athafnalóðir. Jarðvegsdýpt er mikil á svæðinu sem þýðir að mikill umfram massi af jarðvegi þarf að finna nýjan stað þegar lóð er undirbúin til uppbyggingar. Ákveðið var að setja upp jarðvegsmanir meðfram Hringvegi 1 til að hindra innsýn inn á svæðið. Landlínur komu að hönnun mananna. Lögð var áhersla á að lágmarka hæð mananna þannig …

Austurveggur í Akraneskirkjugarði

Landlínur ehf Hönnun og landslagsarkitektúr, Kirkjugarðar

Í 1. áfanga var tekið fyrir svæðið við lóðamörk í austur, meðfram gangstíg sem liggur milli kirkjugarðs og íbúðabyggðar í Jörundarholti, þar byggðar upp manir, gróðursett og útbúnir áningarstaðir og staðir fyrir sorp og vatnspósta. Helstu markmið fyrirliggjandi hönnunar var: að gera heilsteypt skipulag af full stækkuðum kirkjugarði. að skapa vistlegan kirkjugarð til íveru og hugleiðinga. að skapa skjól og …

Súgandisey við Stykkishólm

Landlínur ehf Hönnun og landslagsarkitektúr

Súgandisey er ein af náttúruperlum Breiðarfjarðar og var upphaflega eyja rétt utan við Stykkishólm. Var hún á sínum tíma tengd landi með uppfyllingu þegar ný hafnaraðstaða var útbúin fyrir Breiðarfjarðarferju. Við þessar breytingu varð eyjan eftirsóknarverður staður fyrir heimamenn og gesti bæjarins til göngu- og skipunarferða. Vinsælt er að ganga uppá eyjuna sem er rík af fuglalífi og býr yfir …

Englendingavík í Borgarnesi

Landlínur Hönnun og landslagsarkitektúr

Menningar- og listamiðstöðin Brúðuheimar var opnuð í Englendingavík í Borgarnesi árið 2010. Það voru þau Bernd Ogrodnik, leikbrúðumeistari og eiginkona hans, Hildur Jónsdóttir, sem fóru af stað með verkefnið. Starfsemin með veitinga- og sýningarhaldi var í þremur friðuðum húsum, sem voru gerð upp í því sem næst upprunalegri mynd. Staðurinn er við Englendingavík og þaðan er fallegt útsýni yfir á …