Hótel Hamar í Borgarnesi

Landlínur ehf Hönnun og landslagsarkitektúr

Icelandair hótel Hamar er staðsett á Vesturlandi við golfvöllinn Hamar, rétt utan við Borgarnes. Hótelið er vel staðsett í einungis klukkustundar akstursfjarlægð frá höfuðborginni. Á hótelinu ríkir friðsæld og kyrrð sem gerir hótelið að fullkomnum stað til að slaka á og endurnærast, með faglega þjónustu og öll þægindi innan handar. Landlínur voru fengin að hanna nærumhverfi hótel herbergjanna, hvert herbergi …

Landnámssetrið í Borgarnesi

Landlínur ehf Hönnun og landslagsarkitektúr

Landnámssetrið er til húsa í tveimur af elstu húsum Borgarness sem tengd eru saman með glæsilegri tengibyggingu sem hönnuð er af Sigríði Sigþórsdóttur, arkitekt. Húsin eru í neðsta hluta gamla Borgarness. Landnámssetrið var opnað 13. maí 2006.  

Leikskólinn Ugluklettur í Borgarnesi

Landlínur ehf Hönnun og landslagsarkitektúr

Leikskólinn Ugluklettur, sem stendur við Ugluklett í Borgarnesi, tók til starfa haustið 2007. Í leikskólanum eru um það bil 65 börn á þremur deildum og stendur skólinn í útjaðri bæjarins þar sem villtur gróður og náttúran eru við garðhliðið. Nöfnin á rýmum leikskólans eru sótt í örnefni héraðsins, til að mynda heita deildirnar eftir fjöllunum Skessuhorni, Baulu og Grábrók. Önnur …

Vegagerðin í Borgarnesi

Landlínur ehf Hönnun og landslagsarkitektúr

Landlínur voru fengin til þess að hanna lóð Vegagerðarinnar í Borgarnesi. Mikill hæðarmismunur var milli lóðar og vegar, verkefnið fól í sér meðal annars að leysa þann vanda.  

Jarðvegsmanir og gróðurskipulag á Grundartanga

Landlínur ehf Hönnun og landslagsarkitektúr

Á Grundartanga eru iðnaðar- og athafnalóðir. Jarðvegsdýpt er mikil á svæðinu sem þýðir að mikill umfram massi af jarðvegi þarf að finna nýjan stað þegar lóð er undirbúin til uppbyggingar. Ákveðið var að setja upp jarðvegsmanir meðfram Hringvegi 1 til að hindra innsýn inn á svæðið. Landlínur komu að hönnun mananna. Lögð var áhersla á að lágmarka hæð mananna þannig …

Austurveggur í Akraneskirkjugarði

Landlínur ehf Hönnun og landslagsarkitektúr, Kirkjugarðar

Í 1. áfanga var tekið fyrir svæðið við lóðamörk í austur, meðfram gangstíg sem liggur milli kirkjugarðs og íbúðabyggðar í Jörundarholti, þar byggðar upp manir, gróðursett og útbúnir áningarstaðir og staðir fyrir sorp og vatnspósta. Helstu markmið fyrirliggjandi hönnunar var: að gera heilsteypt skipulag af full stækkuðum kirkjugarði. að skapa vistlegan kirkjugarð til íveru og hugleiðinga. að skapa skjól og …

Súgandisey við Stykkishólm

Landlínur ehf Hönnun og landslagsarkitektúr

Súgandisey er ein af náttúruperlum Breiðarfjarðar og var upphaflega eyja rétt utan við Stykkishólm. Var hún á sínum tíma tengd landi með uppfyllingu þegar ný hafnaraðstaða var útbúin fyrir Breiðarfjarðarferju. Við þessar breytingu varð eyjan eftirsóknarverður staður fyrir heimamenn og gesti bæjarins til göngu- og skipunarferða. Vinsælt er að ganga uppá eyjuna sem er rík af fuglalífi og býr yfir …

Englendingavík í Borgarnesi

Landlínur Hönnun og landslagsarkitektúr

Menningar- og listamiðstöðin Brúðuheimar var opnuð í Englendingavík í Borgarnesi árið 2010. Það voru þau Bernd Ogrodnik, leikbrúðumeistari og eiginkona hans, Hildur Jónsdóttir, sem fóru af stað með verkefnið. Starfsemin með veitinga- og sýningarhaldi var í þremur friðuðum húsum, sem voru gerð upp í því sem næst upprunalegri mynd. Staðurinn er við Englendingavík og þaðan er fallegt útsýni yfir á …

Áningarstaður við Kolgrafarfjörð á Snæfellsnesi

Landlínur Hönnun og landslagsarkitektúr

Nýr vegur um Kolgrafarfjörð var opnaður árið 2004. Við veginn, undir hlíðum Klakks, var byggður áningarstaður. Afgangs sprengigrjót, sem varð til við vegaframkvæmdina, var í forgrunni við hönnun staðarins. Hleðsluveggur spilar stórt hlutverk í þessari sviðsmynd, enda óvenjulegur bæði er varðar legu og form. Hliðar veggjarins halla misjafnlega mikið, ásamt því að hæð veggjarins hækkar og lækkar á víxl. Hleðslumanninum …