Í byrjun árs 2024 sóttu starfsmenn Landlína um bráðarbirgðaleyfi Merkjalýsenda hjá HMS. Í byrjun sumars sátu starfsmenn á námsskeið á vegum HMS og tóku próf að því loknu og öðluðust þar með full réttindi sem merkjalýsendur. Leyfið er gefið út til 5 ára í senn. Samkvæmt reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024 eru það aðeins merkjalýsendur sem útbúa merkjalýsingu fyrir …
Leikskólinn Hnoðraból opnar á Kleppjárnsreykjum
Þann 16. janúar 2021 fór fram formleg opnun leikskólans Hnoðrabóls í nýju húsnæði á Kleppjárnreykjum. Leikskólinn Hnoðraból var til húsa á Grímsstöðum í Reykholtsdal en nú er öll starfsemin kom upp á Kleppjárnsreyki. Í dag starfa alls 12 starfsmenn við Hnoðraból og 30 börn eru við leikskólann. Landlínur komu að hönnun leikskólalóðarinnar ásamt Eflu, sem sá um verkfræðihlutann. Leikskólalóðin er …
Nýr starfsmaður
Nýr starfsmaður hefur verið ráðinn til starfa hjá Landlínum. Starfsmaðurinn er Mareike Tabea Scheller. Hún er með mastergráðu frá University Greifswald í Þýskalandi og B.S. gráðu frá University of Applied Sciences Osnabrück frá sama landi. Mastergráða hennar snýr að ferðamennsku og B.S. gráðan er innan landslagsskipulags. Við fögnum komu Mareike og bjóðum hana velkomna til starfa.
Nýr starfsmaður
Nýr starfsmaður hefur verið ráðinn til starfa hjá Landlínum. Starfsmaðurinn er María Lísbet Ólafsdóttir. Hún er með B.S. gráðu í Umhverfisskipulagi frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Við fögnum komu Lísbetar og bjóðum hana velkomna til starfa.
Landlínur 20 ára
Landlínur hóf göngu sína árið 2000 og fagnar því 20 ára afmæli, í tilefni þess var sett upp skilti á Borgarbraut 61. Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi á sínu sviði, ráðgjöf fyrirtækisins byggir á lausnum fyrir íslenskar aðstæður og er sjálfbærni höfð að leiðarljósi við útlausn verkefna. Á 20 árum hafa orðnar miklar breytingar á sviði skipulagsmála og landslagshönnunar …
Ný heimasíða
Staðið hefur yfir vinna við uppfærslu á heimasíðu Landlína. Lögð var áhersla á að síðan yrði aðgengileg fyrir snjalllausnir í símum og spjaldtölvum, hún einfölduð og nútímavædd. Síðan opnaði í febrúarmánuði 2019. Næstu mánuði verður unnið að því að setja inn áhugaverð verkefni sem stofan hefur komið að.
Við erum fagfólk
Við erum þverfaglegt teymi starfsmanna á sviði landslagsarkitektúrs, landfræði og umhverfisskipulags. Skrifstofa okkar er í Borgarnesi. Okkar ráðgjöf byggir á lausnum fyrir íslenskar aðstæður og höfum sjálfbærni að leiðarljósi við úrlausn verkefna okkar. Við leggjum metnað okkar í að vera forvitin, óformleg og ávallt tilbúin til að aðstoða.