Starfsmaður óskast

Við erum að leita að starfsmanni með BS í landslagsarkitektúr eða með sambærilega menntun eins og  landfræði, skipulagsfræði, byggingarverkfræði og arkitektúr. Landlínur er fyrirtæki sem veitir ráðgjöf á sviði landslagsarkitektúrs, landfræði og skipulags. Fyrirtækið er staðsett í Borgarnesi. Um er að ræða vinnu við fjölbreytt verkefni. Mikilvægt er að starfsmaðurinn hafi reynslu í notkun á CAD hugbúnaði, sé stundvís, þjónustulundaður …

Leikskólinn Hnoðraból opnar á Kleppjárnsreykjum

Þann 16. janúar 2021 fór fram formleg opnun leikskólans Hnoðrabóls í nýju húsnæði á Kleppjárnreykjum. Leikskólinn Hnoðraból var til húsa á Grímsstöðum í Reykholtsdal en nú er öll starfsemin kom upp á Kleppjárnsreyki. Í dag starfa alls 12 starfsmenn við Hnoðraból og 30 börn eru við leikskólann. Landlínur komu að hönnun leikskólalóðarinnar ásamt Eflu, sem sá um verkfræðihlutann. Leikskólalóðin er …

Landlínur 20 ára

Landlínur hóf göngu sína árið 2000 og fagnar því 20 ára afmæli, í tilefni þess var sett upp skilti á Borgarbraut 61. Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi á sínu sviði, ráðgjöf fyrirtækisins byggir á lausnum fyrir íslenskar aðstæður og er sjálfbærni höfð að leiðarljósi við útlausn verkefna. Á 20 árum hafa orðnar miklar breytingar á sviði skipulagsmála og landslagshönnunar …

Ný heimasíða

Staðið hefur yfir vinna við uppfærslu á heimasíðu Landlína. Lögð var áhersla á að síðan yrði aðgengileg fyrir snjalllausnir í símum og spjaldtölvum, hún einfölduð og nútímavædd. Síðan opnaði í febrúarmánuði 2019. Næstu mánuði verður unnið að því að setja inn áhugaverð verkefni sem stofan hefur komið að.

Við erum fagfólk

Við erum þverfaglegt teymi starfsmanna á sviði landslagsarkitektúrs, landfræði og umhverfisskipulags. Skrifstofa okkar er í Borgarnesi. Okkar ráðgjöf byggir á lausnum fyrir íslenskar aðstæður og höfum sjálfbærni að leiðarljósi við úrlausn verkefna okkar. Við leggjum metnað okkar í að vera forvitin, óformleg og ávallt tilbúin til að aðstoða.