Landlínur 20 ára

Landlínur hóf göngu sína árið 2000 og fagnar því 20 ára afmæli, í tilefni þess var sett upp skilti á Borgarbraut 61. Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi á sínu sviði, ráðgjöf fyrirtækisins byggir á lausnum fyrir íslenskar aðstæður og er sjálfbærni höfð að leiðarljósi við útlausn verkefna. Á 20 árum hafa orðnar miklar breytingar á sviði skipulagsmála og landslagshönnunar og er því fyrirtækið sífellt að þróast. Verkefnin eru fjölbreytt frá jarðamarkaverkefnum í hönnun á leikskólalóð.