Nýr starfsmaður

Nýr starfsmaður hefur verið ráðinn til starfa hjá Landlínum. Starfsmaðurinn er Mareike Tabea Scheller. Hún er með mastergráðu frá University Greifswald í Þýskalandi og B.S. gráðu frá University of Applied Sciences Osnabrück frá sama landi. Mastergráða hennar snýr að ferðamennsku og B.S. gráðan er innan landslagsskipulags. Við fögnum komu Mareike og bjóðum hana velkomna til starfa.