Þann 16. janúar 2021 fór fram formleg opnun leikskólans Hnoðrabóls í nýju húsnæði á Kleppjárnreykjum. Leikskólinn Hnoðraból var til húsa á Grímsstöðum í Reykholtsdal en nú er öll starfsemin kom upp á Kleppjárnsreyki. Í dag starfa alls 12 starfsmenn við Hnoðraból og 30 börn eru við leikskólann. Landlínur komu að hönnun leikskólalóðarinnar ásamt Eflu, sem sá um verkfræðihlutann. Leikskólalóðin er ekki tilbúin, en ef allt gengur vel ætti hún að vera full kláruð í lok sumars.
Hægt er að sjá frétt sem var birt á vefsíðu Skessuhorns hér.