Deiliskipulag er í landi Borga í Borgarbyggð, í nyrðri hluta frístundabyggðarinnar eru holtin vel gróinn kjarri með blautum mýrasundum á milli. Í syðri hluta byggðarinnar höfðu holtin orðið fyrir töluverðum áhrifum sauðfjárbeitar. Skipulagssvæðið afmarkast af Hringvegi 1 að sunnan, Gljúfurá að vestan, Litluskógum og Munaðarnesi að norðaustan. Aðkoma að frístundabyggðinni er frá Hringvegi 1. Stofnbraut byggðarinnar heitir Ásabraut og götunöfn byggðarinnar eru Stapabraut, Lóustapi, Rjúpnastapi, Breiðiás, Móaás, Græfraás, Grjótás, Brokás, Selsás og Kiðamúli.
Markmið skipulagsins:
Var að gera heilsteypt skipulag til nota fyrir frístundahafa og að tryggja hagsmuni gangandi fólks á skipulagssvæðinu. Að mynda frístundabyggð sem fellir sem best að umhverfinu svo það valdi sem allra minnst röskun á náttrúlegu umhverfi og að öll mannvirki, frísundahús, lóðamörk, vegir, bílastæði og göngustígar séu eins lítið áberandi og frekast er kostur.
Hér er hægt að skoða deiliskipulagið að fullu http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/display.aspx?numer=6518