Skipulagssvæðið er innan frístundabyggðarreits A, í landi Dagverðarness, skv. samþykktu Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022. Um er að ræða 2,7 ha innan svæðis nr. 5. Landið hallar til suðurs, í átt að Skorradalsvatni og er að mestu leyti framræst mýri. Í norðri og austri afmarkast svæðið af vegi, í suðri af opnu svæði á milli svæðis 5 og 2, og í vestri af lóð 70, innan svæðis 5. Svæðið skiptist í fjórar leigulóðir undir frístundahús, nr. 58-61. Þegar hafa verið samþykktar deiliskipulagsáætlanir fyrir svæðin vestan, sunnan og suðaustan þessa reits og taka skilmálar þessa skipulags mið af skilmálum aðliggjandi svæða.
Markmið og forsendur skipulagsins:
Skipulaginu er ætlað að skapa ramma utan um heildstæða og vistvæna frístundabyggð. Landeigendur vilja halda áfram uppbyggingu sem staðið hefur yfir í áratugi og nýta þannig þá auðlind sem landið er í sjálfum sér og fylgja línum sem lagðar eru í Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022.
Hér er hægt að skoða deiliskipulagið að fullu http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/display.aspx?numer=6518