Deiliskipulagið tekur til 52,8 ha svæðis í landi Stóra-Áss í Borgarbyggð. Stóri-Ás er í Hálsasveit rétt vestan Húsafells. Stóri-Ás liggur að jörðunum Hraunsási í austri, Augastöðum og Giljum í suðri, Kollslæk og Sigmundarstöðum í vestri, Kirkjubóli, Bjarnastöðum og Gilsbakka í norðri, þær jarðir eru norðan Hvítár í Mýrasýslu. Aðkoma að Stóra-Ási er um Hálsasveitarveg nr. 518, eða Reykholtsdalsveg nr. 519. Að jafnaði tekur rúman hálfan annan tíma að aka á milli Stóra-Áss og höfuðborgarsvæðisins um Hvalfjarðargöng.
Markmið skipulagsins var að hanna heildstæða frístundabyggð þar sem eftirfarandi var haft að leiðarljósi:
Að landnýting sé eins hagkvæm og kostur er, að mannvirki falli sem best að umhverfi og að gæta hagsmuna gangandi fólks um svæðið.
Hér er hægt að skoða deiliskipulagið að fullu http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/display.aspx?numer=6518