Í byrjun árs 2024 sóttu starfsmenn Landlína um bráðarbirgðaleyfi Merkjalýsenda hjá HMS. Í byrjun sumars sátu starfsmenn á námsskeið á vegum HMS og tóku próf að því loknu og öðluðust þar með full réttindi sem merkjalýsendur. Leyfið er gefið út til 5 ára í senn. Samkvæmt reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024 eru það aðeins merkjalýsendur sem útbúa merkjalýsingu fyrir skráningu á landamerkjum jarða og lóða. Í merkjalýsingu fellst að setja inn afmörkun nýs lands sem felur í sér að útbúa uppdrátt, rýna þinglýst gögn, sækja veðbókavottorð og skrá málið inn í kerfi HMS. Við erum spenntar að takast á við nýjar áskornir er varðar merkjalýsingar fyrir viðskiptavini.