Deiliskipulagið nær yfir 2,4 ha byggð lítilla húsa á Þinghúshöfða í Stykkishólmi. Stykkishólmur byggðist upp í kjölfar tilskipunar um vetursetu kaupmanna, en vöxtur plássins jókst verulega frá upphafi fríverslunar 1855. Aldur húsanna á deiliskipulagssvæðinu endurspeglar þessa þróun þar sem 14 hús af 26 eru byggð á tímabilinu fyrir 1918. Þinghúshöfðinn hefur varðveislugildi sem heild vegna menningar- og búsetuminja. Hann gefur Stykkishólmi sterk einkenni þó að gildi hvers húss sé ekki mikið hvað varðar byggingarlist. Flest húsanna eru með einstaklega fagurt útsýni yfir bæinn, höfnin og sum langt út á Breiðarfjörð. Það er því sérstök upplifun að ganga þessar götur og upplifa bæði hin gömlu hús og þá einstöku náttúrufegurð sem er í bakgrunninum.
Markmið deiliskipulagsins var að móta ramma sem leyfir íbúum að aðlaga svæðið að þörfum nútímans en heldur samtímis í yfirbragð og ytri rými hverfisins. Halda þurfti í stærðir og hlutföll sem einkenna hverfið, sem og efnisnotkun. Aðaláhersla var á verndun og varðveislu gamla byggðarkjarnans. Ekki var algilt að heimilt var stækkun á húsum innan deiliskipulagsins en samhliða því að viðhalda upprunaleika húsanna var leitast við að heimila breytingar/stækkanir í þá veru að þau geti að mestu uppfyllt þarfir nútíma fjölskyldu þrátt fyrir að allt sé smærra í sniðum en almennt gerist í nýrri húsum.
Hér er hægt að skoða deiliskipulagið að fullu http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/display.aspx?numer=10784