Súgandisey er ein af náttúruperlum Breiðarfjarðar og var upphaflega eyja rétt utan við Stykkishólm. Var hún á sínum tíma tengd landi með uppfyllingu þegar ný hafnaraðstaða var útbúin fyrir Breiðarfjarðarferju. Við þessar breytingu varð eyjan eftirsóknarverður staður fyrir heimamenn og gesti bæjarins til göngu- og skipunarferða. Vinsælt er að ganga uppá eyjuna sem er rík af fuglalífi og býr yfir einstöku útsýni yfir Breiðafjörðinn og bæjarstæði Stykkishólmsbæjar.
Það var mjög mikilvægt að ráðast í framkvæmdir í Súgandisey. Nauðsynlegt var að endurnýja og lagfæra tröppur sem fyrir voru og handrið þess. Engir skilgreindri göngustígar voru í kringum vitann og því höfðu stór sár myndast í gróðurþekjuna, sem varð að nokkurskonar drullusvæði þegar blautt var í veðri. Umhverfið við vitann þurfti töluverða lagfæringu. Bæta þurfti núverandi göngustíga og meta hvort leggja þurfti fleiri stíga á eyjuna.
Súgandisey afmarkar höfnina í Stykkishólmi á móti norðri. Hönnun hefur ekki verið fullgerð. Búið er að ganga frá svæði umhverfis vita, leggja göngustíga og gera sniddukanta við áningarstaði á eyjunni. Það á eftir að útbúa tröppur upp á eyjuna og fullklára útihúsgögn.
Myndir: Kristín Jónsdóttir, ljósmyndari og úr einkasafni