Á Grundartanga eru iðnaðar- og athafnalóðir. Jarðvegsdýpt er mikil á svæðinu sem þýðir að mikill umfram massi af jarðvegi þarf að finna nýjan stað þegar lóð er undirbúin til uppbyggingar. Ákveðið var að setja upp jarðvegsmanir meðfram Hringvegi 1 til að hindra innsýn inn á svæðið. Landlínur komu að hönnun mananna. Lögð var áhersla á að lágmarka hæð mananna þannig að þær myndu ekki hindra sýn á móti fjöllum hinum megin fjarðar, en draga úr innsýn til stóriðjunnar. Einnig var útbúið gróðurskipulag fyrir manirnar.