Deiliskipulagið tekur til 34,4 ha úr landi Indriðastaða í Skorradalshreppi. Jörðin liggur að Hvalfjarðarsveit í suðri, jörðunum Mófellsstöðum og Mófellsstaðakoti í vestri, Andakílsá og Skorradalsvatni í norðri og jörðinni Litlu-Drageyri í austri.
Skipulagsmarkmið:
Haft var að leiðaljósi við hönnun svæðisins að landnýting sé eins hagkvæm og kostur er, mannvirki falli sem best að umhverfi og gæta hagsmuna barna og fólks sem vill stunda útivist.
Breytingar
Það hafa verið gerðar nokkrar breytingar á deiliskipulaginu. Breytingarnar fólu í sér að, byggingarreitir voru stækkaðir, sameining lóða, byggingarreitur felldur niður, bætt við frístundalóð og skipulagssvæðið var stækkað.
Hér er hægt að skoða deiliskipulagið að fullu http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/display.aspx?numer=6518