Deiliskipulagið tekur til 43 ha úr landi Indriðastaða í Skorradalshreppi. Indriðastaðir liggja við vesturenda Skorradalsvatns, sunnanmegin í Skorradal. Jörðin liggur að Hvalfjarðarsveit í suðri, jörðunum Mófellsstöðum og Mófellsstaðakoti í vestri, Andakílsá og Skorradalsvatni í norðri og jörðinni Litlu-Drageyri í austri. Jörðin Indriðastaðir nær hæst í 800 m y.s. og hallar að mestu móti norðri. Frístundabyggðin stendur í 63m – 150 m y.s. og er að jafnaði í 4-5° halla. Aðkoma að bænum Indriðastöðum er að vestan um Mófellsstaðaveg, nr. 507, að austan um Dragaveg, nr. 520. Stysta vegalengd milli Indriðastaða og Borgarness er 18km. Að jafnaði tekur tæpa klukkustund að aka á milli höfuðborgarsvæðisins og Indriðastaða um Hvalfjarðargöng.
Haft var að leiðarljósi við hönnun frístundasvæðisins að:
Landnýting sé eins hagkvæm og kostur er og að mannvirki falli sem best að umhverfi. Hagsmuna barna sé gætt og gangandi og ríðandi fólks um landareignina sé gætt.
Búið er að samþykka tvær breytingar á deiliskipulaginu. Þær fólu í sér að sameina tvær lóðir og stækka byggingarreit á einni lóð.
Hér er hægt að skoða deiliskipulagið að fullu http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/display.aspx?numer=6518