Um er að ræða deiliskipulag fyrir íbúasvæði og leikskóla. Íbúasvæðið er ætlað fyrir einbýlis-, fjölbýlis-, rað- og parhús. Samkvæmt Ask. Borgarbyggðar er íbúðarsvæðið á Í4: Skólaflöt, Í5: Hrafnaflöt, Lóuflöt, Þrastarflöt, Rjúpuflöt og Ugluflöt,Í8: Arnarflöt. Leikskólinn er samkvæmt Ask. Borgarbyggðar á reit Þ6 sem er við Arnarflöt. Á svæði Í4 eru nemendagarðar ætlaðir fyrir nemendur í Landbúnaðarháskóla Íslands, hluti af því er þegar byggt. Leikskólabygging er nú þegar byggð og lóð frágengin.
Hvanneyri er sá þéttbýliskjarni í Borgarbyggð þar sem gert er ráð fyrir hvað mestri fjölgun íbúa á tímabili aðalskipulagsins. Íbúafjöldi tvöfaldaðist á árunum 1998-2008, en síðan hefur íbúum fækkað. Þróunin hefur fylgt þróun á nemendafjölda LBHÍ. Heildarfjöldi íbúa er að jafnaði 50-200 fleiri en nemendur Landbúnaðarháskólans á hverjum tíma.
Meginmarkmið skipulagstillögu voru:
- Að mynda heilsteypta, aðlaðandi og vistvæna íbúðarbyggð sem býður upp á fjölbreytileika í húsagerð og stærð íbúða, sem kemur til móts við mismunandi þarfir fólks. Stefnt er sérstaklega að því að auka framboð á smærri íbúðum
- Að byggðin falli vel að og tengist vel núverandi byggð og landslagi.
- Að bjóða upp á öruggar gangstéttar auk göngu- og hjólastígakerfis sem tengir hverfið vel við önnur hverfi, stofnanir og útivistarsvæði.
- Að gatnakerfið sé öruggt og einfalt og tengist á einfaldan máta við önnur hverfi.
- Að rafmagnstengi fyrir bifreiðar verði staðsett í hverfinu s.s. á almennum bílastæðum og við hvert hús til að hvetja til vistvænni lausna í orkunotkun bifreiða.
- Að stuðla að frekari sorpflokkun (þriggja tunnu kerfi) og endurnýtingu efnis með því að gera ráð fyrir sérstöku móttökusvæði.
Hér er hægt að skoða deiliskipulagið að fullu http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/display.aspx?numer=6518