Deiliskipulagið er í landi Húsafells III í Borgarfjarðarsveit í Borgarbyggð. Skipulagssvæðið er staðsett við norðurmörk jarðarinnar, rétt sunnan Hvítár. Aðkoma að svæðinu er um þjóðveg nr. 518, Hálsasveitarveg, ýmist úr vestri eða norðaustri. Markmið var að frístundabyggð falli sem best að umhverfi og að hún valdi sem minnstri röskun á náttúrunni. Leitast var við að frístundahús, vega- og bifreiðarstæði séu lítið áberandi, jafnframt að stærð og lögun mannvirkja myndi heildstætt samræmi. Jarðrask sem fylgir framkvæmdum skal stillt í hóf eins og kostur er. Tryggja skal að umferð gangandi fólks verði eins óheft og kostur er. Með tilliti til skipulagsmarkmiða er höfð ein lóð með 68 byggingarreitum. Það var gert til að hver og einn frístundahúsaeigandi hafi takmarkaðan rétt til að eigna sér og ráðstafa nærliggjandi umhverfi. Tekið er mið að landlegu við staðsetningu byggingarreita og mænisstefnu frístundahúsa, þannig að mannvirki falli sem best að umhverfinu. Mænisstefna er höfð samsíða ráðandi hæðalegu.
Búið er að samþykkja fjórar breytingar á deiliskipulagi þessu.
Hér er hægt að skoða deiliskipulagið að fullu http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/display.aspx?numer=6157