Deiliskipulagi frístundabyggðar er innan frístundasvæði F62, í landi Munaðarness, skv. samþykktu Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Skipulagið er norðvestan við Hringveg (1) og í grennd við frístundabyggð Jötnagarðsáss og Litlaáss. Skipulagssvæðið tekur til 3,6 ha svæðis. Innan svæðisins eru skilgreindar fimm frístundalóðir, fjórar lóðir eru 5000 m² og ein lóð er 7000 m². Landið hallar til suðausturs, í átt að Hringvegi. Landið er vaxið birkikjarri. Í austri afmarkast svæðið af veginum Jötnagarðsási og Litlaási, á móti suðri af óröskuðu kjarri vöxnu svæði og frístundalóðinni Litlaási 1 en í nálægð við Litlaás 2, á móti vestri af óröskuðu kjarri vöxnu svæði, á móti norðri af frístundalóðunum Jötnagarðsási 63 og 62 og óröskuðu kjarri vöxnu svæði en í nálægð við lóðina Jötnagarðsás 51. Þegar hefur verið samþykkt deiliskipulagsáætlun sem er norðan og sunnan við skipulagssvæðið. Aðkoma að lóðum verður um nýjan veg sem nefnist Kotstekksás sem tengist Jötnagarðsás og þaðan inn á Hringveg (1). Lóðirnar eru um 300 m frá Hringveginum.
Markmið og forsendur skipulagsins:
Landeigandi vill halda áfram uppbyggingu sem staðið hefur yfir í áratugi og nýta þannig þá auðlind sem landið er í sjálfum sér og fylgja línum sem lagðar eru í Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Skipulagið er ætlað að skapa ramma utan um heildstæða frístundabyggð fimm lóða og að landnýting sé eins hagkvæm og kostur er, sem lýsir sér í því að leggja þurfi einungis 97 m langan veg, þ.e. Kotstekksás fyrir 5 lóðir.
Hægt er að skoða deiliskipulagið hér http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/DisplayDoc.aspx?itemid=28637789701389650159