Deiliskipulag frístundabyggðar Jötnagarðsáss 9, 11 og 30-40 er innan frístundabyggðarsvæðis F62, í landi Munaðarness, skv. samþykktu Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Skipulagið er vestan við Hringveg (1) og í grennd við Deiliskipulag frístundabyggðar Jötnagarðsáss 60-63 og Litla Áss. Skipulagssvæðið tekur til 8,72 ha svæðis. Innan svæðisins eru skilgreindar 13 frístundalóðir og eru þær á bilinu 4000 m² til 7919 m² að stærð. Landið hallar til suðausturs, í átt að Hringvegi. Landið er vaxið birkikjarri. Í austri afmarkast svæðið af veginum Jötnagarðsási og óskipulögðu svæði, á móti suðri af veginum Jötnagarðsási og lóðinni Jötnagarðsási 50, á móti vestri af opnu svæði með óröskuðu kjarri ásamt lóðunum Jötnagarðsási 6, 8, 10 og 21-23. Á móti norðri afmarkast skipulagssvæðið af óröskuðu kjarri, en í nálægt við frístundabyggðina í Selási. Aðkoma að lóðunum er um Jötnagarðsás sem tengist Hringvegi (1). Tengingin afmarkast við veghelgunarsvæði sem er 30 m frá miðlínu Hringvegar (1). Þær lóðir sem eru næst Hringveginum eru í um 230 m fjarlægð frá honum.
Markmið og forsendur skipulagsins:
Frístundabyggðin er byggð upp í samræmi við gildandi skipulag Deiliskipulag Sumarbústaðalóða í landi Munaðarness, Jötnagarðsás, sem öðlaðist gildi 1989 og hefur verið að byggjast upp frá þeim tíma. Þrjár lóðir eru óbyggðar. Þær eru Jötnagarðsás 34, 39 og 40. Með gildistöku deiliskipulags þessa fellur gamla deiliskipulagið úr gildi. Uppdráttur gildandi skipulags er ekki hnitfestur og engir skilmálar eru fyrir skipulagssvæðið. Ekki þótti ásættanlegt að úthluta lóðunum þremur nema að fyrir lægi hnitfestur skipulagsuppdráttur og skilmálar. Tilefni þótti því til að vinna nýtt deiliskipulag fyrir svæðið, hnitsetja lóðir og setja skipulags- og byggingaskilmálar. Skipulagssvæðið stækkar sem nemur lóðum Jötnagarðsáss 9 og 11. Þær eru þá þegar byggðar. Skipulagið er ætlað að skapa ramma utan um heildstæða frístundabyggð. Birkikjarr er undir hverfisvernd í aðalskipulagi og þekur allt svæðið. Mikilvægt er að taka tillit til þess við áframhaldandi uppbyggingu svæðisins
Hægt er að skoða deiliskipulagið hér http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/DisplayDoc.aspx?itemid=xHzScvoKH06HP66jekQGRg1