Deiliskipulagssvæðið við Efra-Apavatn í Bláskógabyggð tekur til 8,1 ha svæðis. Landið hallar til austurs, niður að Apavatni og er að mestu leyti ósnortið land. Skipulagssvæðið afmarkast af vegi á móti vestri, af Apavatni á móti suðri og austri og af frístundalóð Efra-Apavatns 1 (lnr. 167654) á móti norðri. Innan skipulagssvæðisins eru skilgreindar 12 lóðir, 11 lóðir fyrir frístundahús og ein lóð fyrir bátaskýli. Á tveimur frístundalóðum, þ.e. lóðunum Baldurshaga 5 og Hlíð 3, standa eldri frístundahús. Aðkoma að lóðum verður um núverandi veg sem tengist Laugarvatnsvegi (37). Árið 2018 var farið í landskipti á jörðinni Efra-Apavatn 1, jörðinni var skipt upp í 16 landspildur og eru þrjár þeirra innan skipulagsvæðisins, Efra-Apavatn 1A (lnr. 226187), Efra-Apavatn 1 (lnr. 167652 ) og Efra-Apavatn 1 (lnr. 167651).
Markmið og forsendur skipulagsins:
Skipulagið er ætlað að skapa ramma utan um heildstæða frístundabyggð, að byggð falli vel að þeirri byggð sem fyrir er og að landnýting sé eins hagkvæm og kostur er.
Hér er hægt að skoða deiliskipulagið hér http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/display.aspx?numer=6518