Starfsmannaferð til Kaupmannahafnar

Í tilefni af 25 ára starfsafmæli Landlína nú í vetur lögðu starfsmenn fyrirtækisins land undir fót í lok sumars til að fagna þessum tímamótum, en ekki síst til að sækja innblástur, skoða það sem vel er gert og  víkka sjóndeildarhringinn. Stræti Kaupmannahafnar urðu fyrir valinu og voru margir áhugaverðir staðir skoðaðir í bland við hæfilegt magn af smørrebrød  og öðrum hressandi veitingum.

Meðal þess sem við skoðuðum er nemendagarðurinn BaseCamp í Lyngby, þar sem villtur gróður er notaður á skemmtilegan hátt í þakgarð sem um leið er göngustígur.

     

Leiksvæði á þak bílastæðahúss í Nordhavn þar sem unnið er með rauða litinn úr umhverfinu, sem einkennist af rauðum múrsteinshúsum. Gott dæmi um einfalda lausn, full af leikgleði en á sama tíma praktísk.

     

     

Einnig skoðuðum við nýjan garð við óperuhúsið, Axeltorv og ótal margt fleira. Ferðin endaði svo á blómadögum í tívolíinu.

       

Við förum því full af innblæstri inn í afmælisveturinn tilbúin að taka að okkur fjölbreytt og skemmtileg verkefni.