Á dögunum komu í heimsókn til okkar í Landlínur nemendur á öðru ári í Landslagarkitektúr frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Við sýndum þeim vinnustaðinn og fjölluðum stuttlega um nokkur af verkefnum okkar síðustu misserin. Svo sem hæðarlínumódel sem við unnum í QGIS í tengslum jarðamarkaverkefni og gömul landamerkjabréf, aðkomu okkar að hverfisskipulagi Reykjavíkurborgar og hönnunarsamkeppni sem við tókum þátt í fyrir ári síðan. Nemendur voru mjög áhugasamir og þakklátir fyrir þessa innsýn í vinnumarkaðinn í faginu. Það er okkur líka mikil næring að hitta nemendur og kennara þeirra, fá innsýn í þeirra sýn á þessi mál og eiga faglegt spjall.