Staðið hefur yfir vinna við uppfærslu á heimasíðu Landlína. Lögð var áhersla á að síðan yrði aðgengileg fyrir snjalllausnir í símum og spjaldtölvum, hún einfölduð og nútímavædd. Síðan opnaði í febrúarmánuði 2019. Næstu mánuði verður unnið að því að setja inn áhugaverð verkefni sem stofan hefur komið að.
Við erum fagfólk
Við erum þverfaglegt teymi starfsmanna á sviði landslagsarkitektúrs, landfræði og umhverfisskipulags. Skrifstofa okkar er í Borgarnesi. Okkar ráðgjöf byggir á lausnum fyrir íslenskar aðstæður og höfum sjálfbærni að leiðarljósi við úrlausn verkefna okkar. Við leggjum metnað okkar í að vera forvitin, óformleg og ávallt tilbúin til að aðstoða.