Deiliskipulag frístundabyggðar er innan frístundabyggðasvæðis F11, í landi Urriðaár, skv. breyttu Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, sem samþykkt var samhliða þessu deiliskipulagi. Skipulagið er norðaustan við Snæfellsnesveg (54), skipulagssvæðið tekur til 9,4 ha svæðis. Innan svæðisins eru skilgreindar 15 frístundalóðir. Lóðarstærðir eru á bilinu 3777-6875 m². Skipulagssvæðið afmarkast af jörðinni Valshamri í norðri, í austri af mýrardragi, í vestri af skurði og af samþykktu Deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Urriðaár. Aðkoman að frístundabyggðinni er frá Snæfellsnesvegi (54) um Brókarstíg og Klettastíg. Frístundabyggðin er í um 13 km fjarlægð frá Borgarnesi. Landslag svæðisins er á þann veg, að klettahryggir liggja í stefnu frá norðaustri til suðvesturs. Holtin eru vaxin birkikjarri, en á milli þeirra er votlendi.
Markmið og forsendur skipulagsins:
Landeigandi vill halda áfram uppbyggingu sem staðið hefur yfir í áratugi og nýta þannig þá auðlind sem landið er í sjálfum sér. Eftirspurn er eftir frístundahúsalóðum á svæðinu. Að gefa mönnum kost á að dvelja í náttúrulegu umhverfi, hefur ekki bara góð áhrif á heilsu manna, heldur gefur þeim jafnóðum skilning og ástríðu fyrir mikilvægi náttúruverndar og eflir frístundahúsaeigendur í náttúruvernd. Skipulagið er við mörk núverandi frístundabyggðar í landi Urriðaár.
Hægt er að skoða deiliskipulagið hér http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/DisplayDoc.aspx?itemid=VXiTYrxje06t4kaXBQ_gzg