Leikskólinn Hnoðraból á Kleppjárnsreykjum, var upphaflega stofnaður af áhugasömum foreldrum í sveitinni árið 1982 og var þá á milli húsnæðis þar til Reykholtsdalshreppur tók við rekstri leikskólans og keypti hann hús á Grímsstöðum undir leikskólastarfsemina, skólinn var til húsa þar frá 1991 til byrjun árs 2021, í byrjun árs 2021 fór fram formleg opnun leikskólans í nýju húsnæði á Kleppjárnsreykjum. Í dag starfa alls 12 starfsmenn við leikskólann og eru 30 börn sem stunda þar nám.