Landlínur, Hornsteinar arkitektar og Urban voru fengin til að vinna hverfisskipulag fyrir borgarhluta 5 Háaleiti – Bústaðir fyrir Reykjarvíkurborg. Hverfisskipulag fyrir Háaleiti- Bústaði er hluti af áætlun í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 -2030 um að vinna hverfisskipulag fyrir öll gróin hverfi í Reykjavík. Helstu markmið hverfisskipulagsins er að stuðla að sjálfbærum, vistvænum og heilsueflandi lausnum, sameina ólíkar deiliskipulagsáætlanir í hverfunum í eitt heildarskipulag og að auðvelda íbúum að sækja um smábreytingar á sínum fasteignum.
Borgarhluti 5, Háaleiti – Bústaðir var skipt upp í fjögur hverfi; Háaleiti – Múlar, Kringlan – Leiti – Gerði, Bústaða- og smáíbúðahverfi og Fossvogshverfi og Grófir. Landlínur fengu Fossvogshverfið og Grófir. Landlínur eru búin að vera að vinna að hverfisskipulaginu síðan árið 2013, fyrsti verkþátturinn var að vinna að gerð verklýsingar þar sem staða hverfisins var greind og fyrirhugaðri skipulagsvinnu var lýst, búið er að auglýsa verklýsinguna á borgarhluta 5, hún var auglýst þann 4. apríl 2016. Hverfisskipulagið fyrir Borgarhlutann er enn í vinnslu en það er áætlað að auglýsa Borgarhlutann árið 2020. Hægt að fræðast betur um markmið og áherslur hverfisskipulagsins hér https://hverfisskipulag.is/
Nokkrir uppdrættir frá verklýsingu Borgarhluta 5 og Fossvogshverfi – Grófir sem var auglýst þann 4. apríl 2016.
Hverfisskipulag fyrir Borgarhluta 7 tók gildi þann 5. nóvember 2019. Fjölmargir íbúar í Ártúnsholti, Árbæ og Selási hafa með hverfisskipulagi fengið nýjar heimildir til viðbygginga og breytinga á fasteignum sínum, s.s. til að byggja kvisti, svalir og viðbyggingar og fjölga íbúðum í þegar byggðum húsum. Með tilkomu þessara nýju heimilda verða tímafrekar og kostnaðarsamar grenndarkynningar að mestu óþarfar og allt umsóknar- og afgreiðsluferli einfaldara og skilvirkara. Hverfisskipulag Ártúnsholts, Árbæjar og Seláss markar tímamót í skipulagssögu Reykjavíkur
Hér er hægt að skoða samþykkt hverfisskipulag fyrir:
Ártúnsholt http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/display.aspx?numer=15459
Árbær http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/display.aspx?numer=15458
Selás http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/display.aspx?numer=15457