Um er að ræða deiliskipulag fyrir Narfastaðaland 4 no. 2A (landnr. L203958) í Hvalfjarðarsveit, um er að ræða deiliskipulag fyrir garðyrkjubýli, þ.e. íbúðarhús, geymslu og gróðurhús. Landið er 28,3 ha en deiliskipulagið nær aðeins til hluta þess, þ.e. 6063 m² svæðis nyrst í landinu. Árið 2005 var farið í landskipti á jörðinni Narfastöðum, jörðinni var skipt upp í 38 landspildur og er Narfastaðaland 4 no. 2A ein af þeim. Aðkoma að Narfastaðalandi 4 no. 2A er af Vesturlandsvegi (1) og um núverandi heimreið Narfastaðalands.
Markmið og forsendur skipulagsins:
Er að byggja upp garðyrkjustöð með lífræna ræktun grænmetis, þar sem ræktað er í beðum og köldum gróðurhúsum. Skilgreind er ein lóð á jörðinni fyrir íbúðarhús og geymslu. Gróðurhúsin eru á sjálfri jörðinni (landnr. L203958).
Hér er hægt að skoða deiliskipulagið að fullu http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/display.aspx?numer=6518