Deiliskipulag þetta er í landi Indriðastaða, á Bleikulágarás, í Skorradal. Skipulagssvæðið afmarkast af eldri frístundabyggð að norðan og hluta til að austan, Djúpalæk að austan, Stráksmýri að sunnan og Hrísás að vestan. Land frístundabyggðarinnar er að mestu gróið kjarrlendi með litlum mýrarflákum á milli. Árið 1988 var landið ræst fram þar sem það var blautast. Eftir þá framkvæmd hefur trjágróður tekið mikið við sér. Landið er hæfilega hallandi fyrir frístundabyggð. Frá stórum hluta svæðisins er fagurt útsýni yfir dalinn og Skorradalsvatn.
Markmið þessa deiliskipulags var:
Að gera heilsteypt skipulag á Bleikulágarás til nota fyrir frístundahafa og að tryggja hagsmuni gangandi fólks á skipulagssvæðinu. Að mynda frístundabyggð sem fellur sem best að umhverfinu svo það valdi sem allra minnst röskun á náttúrulegu umhverfi. Að öll mannvirki, frístundahús, lóðamörk, vegir, bílastæði og göngustígar séu eins lítið áberandi og frekast er kostur.
Það hafa verið gerðar nokkrar breytingar á deiliskipulaginu. Breytingarnar fólu í sér, færslu á legu vegakafla, stækkun og skiptingu lóðar í tvær lóðir og breyting á skilmálum.
Hér er hægt að skoða deiliskipulagið að fullu http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/display.aspx?numer=6518