Deiliskipulag tekur til svæðis fyrir frístundabyggð í landi Indriðastaða í Skorradalshreppi. Svæðið nefnist Stráksmýri og innan þess eru 22 frístundalóðir, auk útivistarsvæðis og lands fyrir vegstæði. Stærð skipulagssvæðis er 8 ha. Stráksmýri, sem staðsett er sunnan Dragavegs, liggur á milli Bleikulágar sem er vestan skipulagssvæðis og Djúpalækjar sem er austan þess. Landið, sem hallar mót norðri, er að mestu leyti vaxið birkikjarri með litlum mýrarflákum inn á milli. Þær frístundalóðir sem liggja lægst eru í tæplega 80 m hæð yfir sjávarmáli en þær sem standa hæst eru rúmlega 90 m yfir sjávarmáli. Lóðirnar eru á bilinu 2714 m² til 6781 m² að stærð. Byggingarreitir eru skilgreindir innan lóða og eru þeir minnst 10 metra frá lóðamörkum. Frá stórum hluta svæðisins er fagurt útsýni yfir dalinn og Skorradalsvatn. Aðkoma að skipulagssvæði, og reyndar einnig fleiri frístundahúsum norðan Stráksmýrar, er frá Dragavegi (520).
Hér er hægt að skoða deiliskipulagið að fullu http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/display.aspx?numer=6518