Þverárvirkjun í Önundarfirði.
Deiliskipulag tekur til litla vatnsaflsvirkjun við Þverá í Breiðadal í Önundarfirði, í sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ. Virkja á ánna Þverá sem á upptök sín innst í Þverdal. Dalurinn liggur innarlega í norðanverðum Önundarfirði. Þverá rennur eftir miðjum dalnum og myndar hún jafnframt landamerki jarðanna Neðri-Breiðadals og Fremri-Breiðadals. Þverá er dragá og er vatnasvið hennar um 430 ha. Lengd árinnar, frá efstu drögum að ármótum við Breiðadalsá, er u.þ.b. 3,2 km. Rennsli Þverár er nokkuð stöðugt og mælist meðalrennsli hennar 235 l/s. Þær framkvæmdir sem ráðast þarf í vegna virkjunar eru eftirfarandi:
- stífla fyrir inntakslón.
- aðveitulögn frá inntakslóni að stöðvarhúsi.
- stöðvarhús fyrir búnað til raforkuframleiðslu.
- frárennslisskurður frá stöðvarhúsi.
- rafveitustrengur frá stöðvarhúsi að dreifikerfi raforku.
- fjarskiptastrengur að stöðvarhúsi.
- vegur frá Fremri-Breiðadalsvegi að stöðvarhúsi.
- vegslóði frá bæjarstæði Fremri-Breiðadals að stíflu við inntakslón. Heiti vatnsaflsvirkjunar verður Þverárvirkjun.
Hér er hægt að skoða deiliskipulagið að fullu http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/display.aspx?numer=13492
Kaldárvirkjun í Önundarfirði
Deiliskipulagið tekur til litla vatnsaflsvirkjun við Kaldá á Hvilftarströnd í Önundarfirði, í sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ. Virkja á ánna Kaldá sem á upptök sín innst í Kaldárdal. Dalurinn liggur innarlega í norðanverðum Önundarfirði. Kaldá rennur eftir miðjum dalnum og myndar hún jafnframt landamerki jarðanna Sela-Kirkjubóls og Kaldár 1. Kaldá er dragvatnsá (sambland af dragá og lindá) og er vatnasvið hennar u.þ.b. 410 ha. Lengd árinnar, frá efstu drögum að sjó, er um 2,8 km.
Rennsli Kaldár er nokkuð stöðugt og mælist meðalrennsli hennar 223 l/s. Kaldárdalur er um 3 km langur og liggur hann í stefnu suðvestur/norðaustur. Dalurinn er nokkuð þröngur og hækkar land jafnt og þétt inn eftir honum. Landið frá Önundarfirði að Kaldárdal, sem er hluti af Hvilftarströnd, hefur minni landhalla en þegar inn í dalinn er komið.
Hér er hægt að skoða deiliskipulagið að fullu http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/display.aspx?numer=13494
Deiliskipulag vatnsaflsvirkjunar, Hrísar í Helgafellssveit
Deiliskipulag tekur til 655 kW (uppsett afl) vatnsaflsvirkjunar við Svelgsá. Mannvirkjagerð felst í aðkomuvegi að stöðvarhúsi (stöðvarvegi), slóðagerð að inntaksmannvirkjum, stíflugerð fyrir inntakslón, inntaki, aðveituröri, stöðvarhúsi og rafveitu að dreifikerfi. Virkjunin telst til lítilla vatnsaflsvirkjana.
Farið var í breyting á deiliskipulaginu, ákveðið var að virkjun með einu miðlunarlóni væri ekki eins góður kostur og fjórar litlar stíflur (þrjár aðveitur og inntak) með tilliti til rekstrarhagkvæmni virkjunarinnar þar sem fallhæð mun aukast töluvert frá fyrri skipulagstillögu.
Hér er hægt að skoða deiliskipulagið að fullu http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/display.aspx?numer=10047
Deiliskipulag vatnsaflsvirkjunar og flugvallar í landi Húsafells III
Svæðið sem deiliskipulagið nær til er í landi Húsafells III, í Borgarbyggð. Það afmarkast af Húsafellsskógi að norðan, Kiðárbotnum og Lambhúslind að austan, þjóðvegi nr. 518 að sunnan og Hvítá að vestan. Byggja var vatnsaflsvirkjun, 300-400 kW, í farvegi Kiðár um 400 m neðan við núverandi virkjun. Farvegi Kaldár var breytt þannig að hún mun renna í Kiðá rétt vestan við eldri virkjunina. Nýtt 0,85 ha lónstæði mun myndast austan við nýju virkjunina í farvegi Kiðár. Frárennsli frá virkjun mun fara um dýpkaðan farveg Kiðár út í Hvítá. Gert er ráð fyrir 1190 metra langri flugbraut. Núverandi flugbraut er 800 m löng. Nýja flugbrautin mun liggja að hluta á eldra flugbrautarstæði. Lenging brautarinnar mun liggja á Árnesi.
Markmið skipulagsins var að mannvirki falli sem best að umhverfi þannig að þau valdi sem minnstri röskun á náttúrunni. Staðsetning virkjunar og lónsstæðis var þannig að framleiðslugeta sé hámörkuð með tilliti til umhverfisaðstæðna. Lega flugbrautar sé með þeim hætti að flugöryggi sé haft í fyrirrúmi, ásamt því að tryggja öryggi þeirra sem á svæðinu eru.
Hér er hægt að skoða deiliskipulagið að fullu http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/display.aspx?numer=6162