Deiliskipulagið tekur til 27.4 ha úr landi Indriðastaða í Skorradalshreppi. Aðkoma að skipulagssvæðinu/golfvellinum er frá sama vegi og að bænum Indriðastöðum. Golfvöllurinn stendur í 70-100mys. Það land sem ætlað er undir golfvöllinn er ýmist gamalgróin tún, eldri tún að nokkru farin í órækt, óræktað lækjargil og óræktaðir melar. Þannig eru brautir 1-3 að mestu leyti á grónum túnum, holuflaut 3. og 6. brautar og braut 4 eru í lækjargili, braut 5 að mestu á eldra túni eða á óræktuðum mel, eins og braut 6 (utan holuflatar) og brautir 7 og 8, einnig að mestu braut 9, sem endar þó á ræktuðu túni við fyrrum útihús/núverandi golfskála. Áhersla er lögð á að breyta ekki landslagi við ræktun og mótun vallarsvæðisins heldur einungis mýkja skarpar sveiflur í landinu og halla þannig að aðkoma sláttuvéla sé auðveld. Nauðsynlegt er að breyta nokkrum náttúrulegum vatnsrásum, grafa upp og endurforma.
Markmið:
Að auka við frístundamöguleika sumarhúsaeigenda í Skorradal og gesta á svæðinu. Að hönnun golfvallarins og framkvæmd taki mið af landslagi og því landi sem umlykur brautirnar sé sem minnst raskað. Að göngustígatengsl bæði innan vallar og að aðliggjandi frístundasvæðum séu góð og hindri ekki gönguferðir um svæðið.
Hér er hægt að skoða deiliskipulagið að fullu http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/display.aspx?numer=6518