Fyrirtækið Landlínur ehf. var stofnað árið 2000. Þjónustan liggur í megin atriðum á þremur sviðum sem eru skipulagsmál, landslagshönnun og landfræðitengd verkefni. Viðskiptavinir eru sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar. Fyrirtækið þjónustar alla landshluta en staðsetningar vegna eru flest verkefni tengd Vesturlandi.
Starfsmenn
Verkfræðingur, siv. Ing.
8956254
eirikur@landlinur.is
BS í Umhverfisskipulagi
4351573
lisbet@landlinur.is
Landslagsarkitekt FÍLA
4351571
landlinur@landlinur.is
Landslagsarkitekt FÍLA
4351574
vilborg@landlinur.is
Umhverfisstefna
Tilgangur
Lögð er áhersla á umhverfissjónarmið í rekstri stofunnar og þau höfð að leiðarljósi í daglegum rekstri hennar.
Umfang
Undir stefnuna falla innkaup, starfsumhverfi, vinnuaðferðir og meðferð úrgangs. Starfsfólk Landlína er hvatt til að kynna sér efni umhverfisstefnu fyrirtækisins, framfylgja henni og taka þátt í að móta hana.
Stefna
Landlínur skuldbinda sig til að fylgja öllum lagakröfum á sviði umhverfismála. Með umhverfisstefnunni skuldbindur fyrirtækið sig til að vinna markvisst að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif fyrirtækisins.
Leiðir
Sorp: Lágmarka skal sóun og í því samhengi skal gert við vélbúnað eins og kostur er og hann nýttur til hins ýtrasta til að lágmarka urðun. Pappír, plast, ál, gler, raftæki, blekhylki eru flokkuð og farið með á endurvinnslustöð á vegum sveitarfélagsins. Stefnt skal að flokkun á lífrænum úrgangi og verið er að vinna að því í húsfélaginu þar sem skrifstofa Landlína er til húsa að Borgarbraut 61 í Borgarnesi. Reiknað er með að flokkun á lífrænum úrgangi komist til framkvæmda árið 2024.
Pappír: Velja skal pappír með vistvæna vottun (td. EU Ecoloabel eða FSC) og draga úr pappírsnotkun eftir því sem kostur er. Í því samhengi hefur fyrirtækið tekið upp rafrænt bókhald og starfsfólk er hvatt til að prenta hvorki né ljósrita að óþörfu. Leitast skal við að geyma skjöl á rafrænu formi. Forðast skal einota aðföng svo sem borðbúnað.
Orkunotkun: Fara skal sparlega með heitt og kalt vatn. Slökkva skal ljós þegar vinnudegi lýkur. Þegar endurnýja þarf rafmangstæki skal velja tæki með viðeigandi umhverfis- og orkusparandi merkingum.
Ferðamáti: Leitast skal við að velja umhverfisvænar leiðir þegar starfsfólk ferðast og samnýta ferðir þegar hægt er. Starfsmenn hafa val um að vinna heima og fækkar það eitthvað ferðum starfsmanna til og frá vinnu. Einnig skal leitast við að halda fjarfundi þegar það er mögulegt.
Hreinsivörur: Velja skal ræstivörur sem eru merktar með viðurkenndum umhverfismerkjum, t.d. Svansmerkinu.