Um er að ræða deiliskipulag fyrir athafnasvæði nyrst og austast í útjaðri þéttbýlis á Hvanneyri í Borgarbyggð. Skipulagssvæðið afmarkast af beitilandi prestsetursins Staðarhóls til vesturs, Melabraut til norðurs, Grímarsstaðavegi (nr. 5317) til austurs og beitilandi landbúnaðarháskólans til suðurs. Skipulagssvæðið er 5,8 hektarar. Aðkoma er frá Melabraut sem tengist þéttbýli Hvanneyrar til vesturs og Grímarsstaðavegi til austurs.
Forsendur skipulagsins:
Hvanneyri er sá þéttbýliskjarni í Borgarbyggð þar sem gert er ráð fyrir hvað mestri fjölgun íbúa á tímabili aðalskipulagsins. Íbúafjöldi tvöfaldaðist á árunum 1998-2008, en síðan hefur íbúum fækkað. Þróunin hefur fylgt þróun á nemendafjölda LBHÍ. Íbúafjöldi á Hvanneyri 1. janúar 2018 var 285 manns. Deiliskipulag íbúðarsvæðis Flatahverfis á Hvanneyri var samþykkt í sveitarstjórn þann 12. október 2017. Gert er ráð fyrir nokkuð hraðri uppbyggingu þess hverfis og með fjölgun íbúa á Hvanneyri má gera ráð fyrir að það verði meiri eftirspurn eftir athafnalóðum. Athafnasvæðið er í útjaðri Hvanneyrar og mjög aðgengilegt frá dreifbýlinu í kring sem getur stuðlað að ásókn í svæðið.
Hér er hægt að skoða deiliskipulagið að fullu http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/display.aspx?numer=6518