Leikskólinn Ugluklettur í Borgarnesi

Landlínur ehf Hönnun og landslagsarkitektúr

Leikskólinn Ugluklettur, sem stendur við Ugluklett í Borgarnesi, tók til starfa haustið 2007. Í leikskólanum eru um það bil 65 börn á þremur deildum og stendur skólinn í útjaðri bæjarins þar sem villtur gróður og náttúran eru við garðhliðið. Nöfnin á rýmum leikskólans eru sótt í örnefni héraðsins, til að mynda heita deildirnar eftir fjöllunum Skessuhorni, Baulu og Grábrók. Önnur …

Vegagerðin í Borgarnesi

Landlínur ehf Hönnun og landslagsarkitektúr

Landlínur voru fengin til þess að hanna lóð Vegagerðarinnar í Borgarnesi. Mikill hæðarmismunur var milli lóðar og vegar, verkefnið fól í sér meðal annars að leysa þann vanda.  

Virkjanir – Deiliskipulagsáætlanir

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir

Þverárvirkjun í Önundarfirði. Deiliskipulag tekur til litla vatnsaflsvirkjun við Þverá í Breiðadal í Önundarfirði, í sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ. Virkja á ánna Þverá sem á upptök sín innst í Þverdal. Dalurinn liggur innarlega í norðanverðum Önundarfirði. Þverá rennur eftir miðjum dalnum og myndar hún jafnframt landamerki jarðanna Neðri-Breiðadals og Fremri-Breiðadals. Þverá er dragá og er vatnasvið hennar um 430 ha. Lengd árinnar, …

Jarðvegsmanir og gróðurskipulag á Grundartanga

Landlínur ehf Hönnun og landslagsarkitektúr

Á Grundartanga eru iðnaðar- og athafnalóðir. Jarðvegsdýpt er mikil á svæðinu sem þýðir að mikill umfram massi af jarðvegi þarf að finna nýjan stað þegar lóð er undirbúin til uppbyggingar. Ákveðið var að setja upp jarðvegsmanir meðfram Hringvegi 1 til að hindra innsýn inn á svæðið. Landlínur komu að hönnun mananna. Lögð var áhersla á að lágmarka hæð mananna þannig …

Austurveggur í Akraneskirkjugarði

Landlínur ehf Hönnun og landslagsarkitektúr, Kirkjugarðar

Í 1. áfanga var tekið fyrir svæðið við lóðamörk í austur, meðfram gangstíg sem liggur milli kirkjugarðs og íbúðabyggðar í Jörundarholti, þar byggðar upp manir, gróðursett og útbúnir áningarstaðir og staðir fyrir sorp og vatnspósta. Helstu markmið fyrirliggjandi hönnunar var: að gera heilsteypt skipulag af full stækkuðum kirkjugarði. að skapa vistlegan kirkjugarð til íveru og hugleiðinga. að skapa skjól og …

Vatnsás í Stykkishólmi

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir, Íbúðarsvæði

Skipulagssvæðið er í heild 5,19 ha að stærð og er á svokölluðum Vatnsás. Svæðið afmarkast í vestri af Aðalgötu, í norðri af tjaldsvæði og þjónustusvæði fyrir ferðamenn, í austri og hluta til í suðri af golfvelli og í suðri af svokölluðu Nýræktarsvæði sem er skipulagt undir frístundabúskap. Íbúðasvæðið er 5,00 ha að stærð og ferðaþjónustubyggðin er 0,19 ha að stærð. …

Þinghúsahöfði í Stykkishólmi

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir, Íbúðarsvæði

Deiliskipulagið nær yfir 2,4 ha byggð lítilla húsa á Þinghúshöfða í Stykkishólmi. Stykkishólmur byggðist upp í kjölfar tilskipunar um vetursetu kaupmanna, en vöxtur plássins jókst verulega frá upphafi fríverslunar 1855. Aldur húsanna á deiliskipulagssvæðinu endurspeglar þessa þróun þar sem 14 hús af 26 eru byggð á tímabilinu fyrir 1918. Þinghúshöfðinn hefur varðveislugildi sem heild vegna menningar- og búsetuminja. Hann gefur …

Raðhólar í landi Arnarstapa

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir, Frístundabyggð

Deiliskipulag frístundabyggðar, Raðhólar í landi Arnarstapa er á Mýrum í Borgarbyggð. Það er 55,6 ha að stærð og svæðið einkennist af háum klettaborgum með mýrardrögum á milli. Það eru 37 lóðir innan skipulagsvæðisins og eru þær á billinu 0,57-2,30 ha að stærð. Aðkoma er frá þjóðvegi 52, Snæfellsnesveg. Tveir stofnvegir liggja um svæðið, alls 1375 m. Vegur liggur um þjónustusvæði …

Deiliskipulag í Niðurskógi í landi Húsafells III

Landlínur ehf Deiliskipulagsáætlanir, Frístundabyggð

Deiliskipulagið er í landi Húsafells III í Borgarfjarðarsveit í Borgarbyggð. Skipulagssvæðið er staðsett við norðurmörk jarðarinnar, rétt sunnan Hvítár. Aðkoma að svæðinu er um þjóðveg nr. 518, Hálsasveitarveg, ýmist úr vestri eða norðaustri. Markmið var að frístundabyggð falli sem best að umhverfi og að hún valdi sem minnstri röskun á náttúrunni. Leitast var við að frístundahús, vega- og bifreiðarstæði séu …