Deiliskipulagið tekur til 27.4 ha úr landi Indriðastaða í Skorradalshreppi. Aðkoma að skipulagssvæðinu/golfvellinum er frá sama vegi og að bænum Indriðastöðum. Golfvöllurinn stendur í 70-100mys. Það land sem ætlað er undir golfvöllinn er ýmist gamalgróin tún, eldri tún að nokkru farin í órækt, óræktað lækjargil og óræktaðir melar. Þannig eru brautir 1-3 að mestu leyti á grónum túnum, holuflaut 3. …
Deiliskipulag á Bleikulágarás í landi Indriðastaða
Deiliskipulag þetta er í landi Indriðastaða, á Bleikulágarás, í Skorradal. Skipulagssvæðið afmarkast af eldri frístundabyggð að norðan og hluta til að austan, Djúpalæk að austan, Stráksmýri að sunnan og Hrísás að vestan. Land frístundabyggðarinnar er að mestu gróið kjarrlendi með litlum mýrarflákum á milli. Árið 1988 var landið ræst fram þar sem það var blautast. Eftir þá framkvæmd hefur trjágróður …
Stráksmýri í landi Indriðastaða
Deiliskipulag tekur til svæðis fyrir frístundabyggð í landi Indriðastaða í Skorradalshreppi. Svæðið nefnist Stráksmýri og innan þess eru 22 frístundalóðir, auk útivistarsvæðis og lands fyrir vegstæði. Stærð skipulagssvæðis er 8 ha. Stráksmýri, sem staðsett er sunnan Dragavegs, liggur á milli Bleikulágar sem er vestan skipulagssvæðis og Djúpalækjar sem er austan þess. Landið, sem hallar mót norðri, er að mestu leyti …
Deiliskipulag við Skálalæk í landi Indriðastaða
Deiliskipulagið tekur til 43 ha úr landi Indriðastaða í Skorradalshreppi. Indriðastaðir liggja við vesturenda Skorradalsvatns, sunnanmegin í Skorradal. Jörðin liggur að Hvalfjarðarsveit í suðri, jörðunum Mófellsstöðum og Mófellsstaðakoti í vestri, Andakílsá og Skorradalsvatni í norðri og jörðinni Litlu-Drageyri í austri. Jörðin Indriðastaðir nær hæst í 800 m y.s. og hallar að mestu móti norðri. Frístundabyggðin stendur í 63m – 150 …
Deiliskipulag Áshverfis í landi Stóra-Áss
Deiliskipulagið tekur til 52,8 ha svæðis í landi Stóra-Áss í Borgarbyggð. Stóri-Ás er í Hálsasveit rétt vestan Húsafells. Stóri-Ás liggur að jörðunum Hraunsási í austri, Augastöðum og Giljum í suðri, Kollslæk og Sigmundarstöðum í vestri, Kirkjubóli, Bjarnastöðum og Gilsbakka í norðri, þær jarðir eru norðan Hvítár í Mýrasýslu. Aðkoma að Stóra-Ási er um Hálsasveitarveg nr. 518, eða Reykholtsdalsveg nr. 519. …
Frístundabyggð í landi Galtarholts 2 í Borgarbyggð
Deiliskipulag er í landi Galtarholts 2 í Borgarbyggð og nær skipulagssvæðið yfir 276,5 ha. Skipulagssvæðið afmarkast af Hringvegi 1 og Galtarholti 1 að suðaustan, Laxholti að vestan og norðan og Litlu Gröf að norðan /norðaustan. Í austasta hluta frístundabyggðarinnar, næst Hringvegi 1, er kjarri vaxin hlíð en þegar norðar dregur skiptast á blaut mýrarsund og nokkuð gróin holt/melar. Holtin hafa …
Virkjanir – Deiliskipulagsáætlanir
Þverárvirkjun í Önundarfirði. Deiliskipulag tekur til litla vatnsaflsvirkjun við Þverá í Breiðadal í Önundarfirði, í sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ. Virkja á ánna Þverá sem á upptök sín innst í Þverdal. Dalurinn liggur innarlega í norðanverðum Önundarfirði. Þverá rennur eftir miðjum dalnum og myndar hún jafnframt landamerki jarðanna Neðri-Breiðadals og Fremri-Breiðadals. Þverá er dragá og er vatnasvið hennar um 430 ha. Lengd árinnar, …
Vatnsás í Stykkishólmi
Skipulagssvæðið er í heild 5,19 ha að stærð og er á svokölluðum Vatnsás. Svæðið afmarkast í vestri af Aðalgötu, í norðri af tjaldsvæði og þjónustusvæði fyrir ferðamenn, í austri og hluta til í suðri af golfvelli og í suðri af svokölluðu Nýræktarsvæði sem er skipulagt undir frístundabúskap. Íbúðasvæðið er 5,00 ha að stærð og ferðaþjónustubyggðin er 0,19 ha að stærð. …
Þinghúsahöfði í Stykkishólmi
Deiliskipulagið nær yfir 2,4 ha byggð lítilla húsa á Þinghúshöfða í Stykkishólmi. Stykkishólmur byggðist upp í kjölfar tilskipunar um vetursetu kaupmanna, en vöxtur plássins jókst verulega frá upphafi fríverslunar 1855. Aldur húsanna á deiliskipulagssvæðinu endurspeglar þessa þróun þar sem 14 hús af 26 eru byggð á tímabilinu fyrir 1918. Þinghúshöfðinn hefur varðveislugildi sem heild vegna menningar- og búsetuminja. Hann gefur …
Raðhólar í landi Arnarstapa
Deiliskipulag frístundabyggðar, Raðhólar í landi Arnarstapa er á Mýrum í Borgarbyggð. Það er 55,6 ha að stærð og svæðið einkennist af háum klettaborgum með mýrardrögum á milli. Það eru 37 lóðir innan skipulagsvæðisins og eru þær á billinu 0,57-2,30 ha að stærð. Aðkoma er frá þjóðvegi 52, Snæfellsnesveg. Tveir stofnvegir liggja um svæðið, alls 1375 m. Vegur liggur um þjónustusvæði …