Starfsmaður óskast

Við erum að leita að starfsmanni með BS í landslagsarkitektúr eða með sambærilega menntun eins og  landfræði, skipulagsfræði, byggingarverkfræði og arkitektúr. Landlínur er fyrirtæki sem veitir ráðgjöf á sviði landslagsarkitektúrs, landfræði og skipulags. Fyrirtækið er staðsett í Borgarnesi. Um er að ræða vinnu við fjölbreytt verkefni. Mikilvægt er að starfsmaðurinn hafi reynslu í notkun á CAD hugbúnaði, sé stundvís, þjónustulundaður og röggsamur einstaklingur. Umsókn, ásamt starfsferilskrá, skal senda á landlinur@landlinur.is, stílað á Sigurbjörgu, umsóknarfrestur er til 21. ágúst 2022.