Landlínur - Landskipti
Vinna við landskipti eru vandmeðfarin. Mikilvægt er að landeigendur séu sáttir um þann ráðgjafa sem annast mun landskiptin. Ráðgjafi þarf að gæta fyllsta hlutleysis gagnvart öllum hlutaðeigandi aðilum. Áður en vinna hefst við skiptingu þess lands sem liggur til grundvallar er unnin svonefnd landslags- og nytjagreining. Í slíkri greiningu er land metið og því skipt niður í flokka (misjafnt hversu margir þeir eru) eftir landslagsgerð og notagildi lands. Landið er flokkað eftir núverandi ástandi og mögulegri framtíðarnýtingu þess. Þannig er það land sem unnið er með skipt niður með tilliti til þess hversu verðmætt það er talið. Þegar landslags- og nytjagreining liggur fyrir, sem allir eru ásáttir um, leggja landeigendur fram sínar óskir um úthlutun lands. Í framhaldi af því vinnur ráðgjafi tillögu að landskiptum út frá fyrrgreindri landslags- og nytjagreiningu, hugmyndum og óskum hvers og eins landeiganda, og landskiptalögum. Við skiptagerð er yfirleitt leitast við að hver eignarhluti sé samfellt land en aðstæður geta þó verið þannig að hjá því verður ekki komist að land sé aðskilið.
sími: 4351254
Borgarbraut 61, 310 Borgarnes
Landlínur ehf
Landskipti jarða
Örnefnakort Örnefnakort