Landlínur - Fasteign
Ef landeigandi hyggst skipta landi sínu upp í fleiri fasteignir (lóðir) þarf að sækja um skráningu þeirra hjá byggingarfulltrúa þess sveitarfélags sem viðkomandi land tilheyrir. Fylla þarf út eyðublaðið "F-550 - Umsókn um stofnun fasteigna í fasteignaskrá" og senda það ásamt hnitsettum afstöðuuppdrætti til byggingarfulltrúa sem forskráir hina nýju fasteign (hinar nýju fasteignir ef um margar lóðir er að ræða) í fasteignaskrá. Forskráningin er því næst staðfest af þinglýsingarstjóra viðkomandi sýslumannsembættis. Samskonar ferli er viðhaft þegar sameina á tvær eða fleiri fasteignir (lóðir) í eina. Landlínur hafa séð um að útbúa fyrir landeigendur hnitsetta uppdrætti sem eru nauðsynlegt fylgiskjal með umsókn um stofnun nýrra lóða (nýs land).
sími: 4351254
Borgarbraut 61, 310 Borgarnes
Landlínur ehf
Stofnun lóðar/lands í fasteignaskrá
Fasteign Lóð