Landlínur - Skipulag
Skipulag
sími: 4351254
Borgarbraut 61, 310 Borgarnes
Landlínur ehf
Breytingar á skipulagi
Landlínur annast breytingar á skipulagsáætlunum. Öðru hverju kemur til þess að breyta þarf samþykktu deiliskipulagi eða staðfestu aðalskipulagi. Ástæður þess eru margvíslegar og geta varðað minniháttar textabreytingu í greinargerð upp í meiriháttar breytingu á landnotkun á skipulagsuppdrætti. Breytingar á skipulagsáætlunum teljast ýmist til óverulegra eða verulegra breytinga og ræðst málsmeðferð (samráð, kynning og auglýsing) af því hversu umfangsmikil skipulagsbreytingin er.
Deiliskipulag
Aðalskipulag
Aðalskipulag er skipulagsáætlun fyrir sveitarfélag þar sem fram kemur stefna sveitarstjórnar um landnotkun og þróun byggðar í sveitarfélaginu á minnst 12 ára tímabili. Landlínur hafa séð um skipulagsráðgjöf við gerð aðalskipulags fyrir sjö sveitarfélög. Sveitarfélög þessi eru Hvalfjarðarsveit, Kjósarhreppur og Borgarbyggð, auk Hvalfjarðarstrandarhrepps, Leirár- og Melahrepps, Skilmannahrepps, og Innri-Akraneshrepps. Síðast töldu fjögur sveitarfélögin voru sameinuð sem Hvalfjarðarsveit árið 2006.
Deiliskipulag er skipulagsáætlun fyrir tiltekna reiti innan sveitarfélags sem byggð er á aðalskipulagi og kveður nánar á um útfærslu þess. Landlínur hafa unnið á sjötta tug deiliskipulagsáætlana víðsvegar um land en flest liggja deiliskipulagsverkefnin á Vesturlandi. Mest er um að unnið hafi verið deiliskipulag fyrir frístundabyggðasvæði en einnig hafa Landlínur skipulagt íbúðarbyggð, hesthúsabyggð, hafnarsvæði, friðlýst útivistarsvæði, golfvöll, svæði fyrir vatnsaflsvirkjanir og kirkjugarða svo eitthvað sé nefnt.
Aðalskipulag Deiliskipulag Deiliskipulag